Atvinnumálanefnd

24. fundur 07. desember 2006 kl. 00:54 - 00:54 Eldri-fundur

24. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 11. nóvember 2004,  kl. 20:15.

Mættir voru Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlitsmaður, auk Stefáns árnasonar.


Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2005
2. önnur mál


1. Fjárhagsáætlun 2005
Drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar voru kynnt, nú í fyrsta sinn sem rammaáætlun.  áætlunin byggir á sömu tölum og fyrir árið 2004 en kynntar voru áætlunartölur þess árs ásamt því sem hefur verið nýtt á árinu til og með október.  Nokkrir liðir eru bundnir; nefndarlaun, launatengd gjöld og bílastyrkir, Atvinnuþróunarfélagspósturinn, Markaðsskrifstofa ferðamála, handverkssýning og forðagæsla. 
Nýr póstur hefur verið færður undir atvinnumálanefndina og varðar tjaldsvæði við Hrafnagil þar sem viðhald lóðar, sláttur og umhirða er listað upp.  Nokkur umræða varð um það auk liðanna Heimavist Hótel og Laugalandsskóli.  Sveitarstjórn semur um leigu á viðkomandi húsnæði og telur nefndin því réttara að viðkomandi liðir yrðu bundnir og það sem heyrði undir tjaldsvæði flyttist á liðinn Heimavist Hótel. 
Líklega þarf að koma upp nýrri Vatnsendarétt sem þarf að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun næsta árs auk þess sem upphæð í refa- og minkaeyðingu má ekki vera minni.  Ekki hefur farið neitt af upphæðinni ?óráðstafað? í ár en hugsunin með þeim lið var að geta á einhvern hátt tekið þátt í uppbyggingu atvinnumála á svæðinu þó svo upphæðin (rúm fimm hundruð þúsund) hrökkvi skammt.  Helmingur órástafaðs fjármagns flyst yfir áramótin, nefndin telur eðlilegt að halda þessum lið áfram inni með svipaðri upphæð og í sama tilgangi. 
Eðlilegt er að kostnaður og innheimta fjallskila haldist í hendur og miðað við tölur sem af er árinu lítur út fyrir að álagningin sé umfram það sem áætlað er.  Vert er að skoða hvort álagning lands megi eitthvað lækka.


2. önnur mál
Jón kynnti fyrir nefndinni dagskrá fyrirhugaðrar ferðar föstudaginn 19. nóvember n.k. um sveitarfélagið.  Nefndin hefur verið boðuð ásamt fulltrúum frá AFE, árna Jósteinssyni atvinnuráðgjafa Bí, Bjarna sveitarstjóra, Bjarna starfsmanni nefndarinnar og Aðalsteini Bjarnasyni fulltrúa Fallorku.  Ferðast verður um sveitina, komið við í Djúpadalsvirkjun og víðar.  ástæða er til að velta upp umhverfismálum, vegamálum og raforkumálum á yfirferðinni og nefndarfulltrúar beðnir um að hafa það í huga. 
Einhverjir hundaeigendur vilja ekki örmerkja hunda sína en samkvæmt nýlega samþykktum reglum um hunda- og kattahald er slíkt skylt.  Skoða verður málið þegar liggur ljóst fyrir um hversu marga aðila er að ræða.



Fundi slitið kl.21:21.  SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?