Atvinnumálanefnd

39. fundur 10. desember 2006 kl. 20:29 - 20:29 Eldri-fundur

39. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 17. ágúst  2006 kl. 10.00.

á fundinn mættu Benjamín Baldursson,  Birgir Arason, Bryndís Símonardóttir og Orri óttarsson og Dóróthea Jónsdóttir. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sat fundinn í byrjun hans og Bjarni Kristinsson, dýraeftirlismaður lok fundarins.


1. Sveitarstjóri gerði stutta grein fyrir hlutverki nefndarinnar og dreifði gögnum.

2. Dóróthea Jónsdóttir var kosinn ritari nefndarinnar og Birgir Arason varaformaður.

3. Starfsmaður nefndarinnar Bjarni Kristinsson mun boða á fundi nefndarinnar að beiðni formanns. Hver aðalmaður nefndarinnar hefur sinn varamann og mun boða hann ef um forföll er að ræða. 

4. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:

a. Erindi frá ábúendum Hólsgerðis, Halldórsstöðum og Torfufells um framlengingu á samningi um gangnamál og fjallskil.
i. Samþykkt var að verða við beiðni um framlengingu samnings.

b. Fjallskil, göngur.
i. Gangnadagar verða sem hér segir : Fyrstu göngur 9. og 10. september.  Aðrar göngur 23. og 24.september.  Bjarna Kristinssyni falið að auglýsa göngur og réttir.  Bjarna falið að finna dag fyrir hrossasmölun.

c. Breytingar á næturhólfi við þverárrétt.
i. Breytingar á girðingu við þverárrétt skal rædd við Ara Hilmarsson á þverá.  Einnig verður rætt við Hörð Guðnason gangnastjóra.

d. Njólaeyðing við skilaréttir.
i. Hugað verði að því sumarið 2007 að fjarlægja njóla úr nætuhólfum rétta í sveitarfélaginu.

e. Undanþágur frá fjallskilum.
i. Var rætt en ákvörðun frestað til næsta fundar.

f. Vegur upp með þveránni (ytri)
i. Atvinnumálanefnd er sammála um að huga þurfa sem fyrst að  framkvæmdum við vegslóða meðfram þverá ytri í landi Höskuldsstaða, Staðarhóls og öngulsstaða(I-II-III).  Samþykkt að sveitarstjóri gangi í málið.

Fundi slitið kl.12.40.  DJ ritari

Getum við bætt efni síðunnar?