Fjallskilanefnd

9. fundur 24. nóvember 2011 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

9 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2,
Skólatröð 9, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1111029 - Fjárhagsáætlun fjallskilanefndar 2012
 Gerð var fjárhagsáætlun fjallskilanefndar fyrir árið 2012. Eftirgjald fyrir sauðfé og hross verði óbreytt kr. 60 á grip. Lagt verði á alla gripi þeirra sem sleppa á sumarbeitilönd samkvæmt forðagæsluskýrslu.
   

2.  1011016 - Erindisbréf fjallskilanefndar
 Rædd var tillaga að erindisbréfi fyrir fjallskilanefndina og lagt til að hún verði samþykkt.
Nefndin minnir á að skipa þarf varamenn i fjallskilanefnd.
   

3.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Fjallað var um tillögu að búfjársamþykkt og leggur nefndin til að betur verði skilgreint hverjir hafi leyfi til búfjárhalds við gildistöku samþykktarinnar. Einnig þarf að gæta samræmis við nýja matvælalöggjöf.
   

4.  1111030 - Ný matvælalöggjöf
 Lagt fram til kynningar.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00

Getum við bætt efni síðunnar?