Fjallskilanefnd

19. fundur 05. júní 2014 kl. 12:59 - 12:59 Eldri-fundur

19. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 3. júní 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     1406001 - Sleppingar og gangnadagar 2014
Farið var yfir stöðu fjallskilasjóðs og staða hans er vel viðunandi.
í nýrri samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit segir að beitartímabil á sameiginlegt beitiland hefjist 10. júní ár hvert og vegna beitar sauðfjár og 20. júní vegna beitar nautgripa og hrossa. Vegna mikilla snjóalaga til fjalla beinir fjallskilanefnd því eindregið til búfjáreigenda um að huga að ástandi gróðurs og hættum áður en búfé er sleppt. Einnig er mælst til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
áhersla er lögð á að fjallsgirðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní.
Fjallskilanefnd felur sveitarstjóra að senda þeim landeigendum sem ekki eru búsettir í sveitarfélaginu samþykkt um búfjárhald og gera þeim grein fyrir skyldum þeirra vegna viðhalds girðinga og tilkynningaskyldu varðandi hagagöngu.
ákveðið að 1. göngur verði 6. og 7. september, 2. göngur 20. og 21. september og hrossasmölun 3. október og hrossaréttir 4. október.
         
2.     1405010 - Erindisbréf nefnda
Farið var yfir tillögu að nýju erindisbréfi fyrir fjallskilanefnd.
         
Formaður þakkar nefndarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Fjallskilanefnd þakkar Jónasi sveitarstjóra fyrir vel unnin störf með nefndinni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30






Getum við bætt efni síðunnar?