Framkvæmdaráð

22. fundur 07. desember 2012 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur

22. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 26. október 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Einar Gíslason, Jón Stefánsson, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð ágústsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1209023 - Hækkun húsaleigu hjá íbúum Skólatraðar 7, 11 og 13
 Framkvæmdaráð leggur til að settar verði eldvarnarhurðir á dyr út í stigagang á öllum íbúðum að Skólatröð 7 og 11 á næsta ári. Auk þess verði skipt um glugga að Skólatröð 7 á sama ári og sett ein röð að einangrunarplötum á loft við útveggi á íbúðum að Skólatröð 7 og 2. hæð í Skólatröð 11. þá leggur ráðið til að hækkun á húsaleigu verði í þrepum þannig að hún fari í 700 kr. þegar uppsagnarfresti lýkur, en verði eins og áður er ákveðið þegar framangreindum framkvæmdum líkur.
   
2.  1206002 - Framkvæmdir 2012
 Farið var yfir stöðu framkvæmda á árinu og ákveðið að bíða með ákvarðanir um það sem ekki er enn búið að framkvæma af áætlun.
   
3.  1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
 Byrjað var á undirbúningi fjárhagsáætlunar.
ákveðið að boða forstöðumenn og húsverði á fund nefndarinnar til að undirbúa áætlanir.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?