Framkvæmdaráð

92. fundur 21. janúar 2020 kl. 08:00 - 11:20 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1. Fráveita Hrafnagilshverfi - 1803008

Kristinn Magnússon frá Eflu kemur á fund framkvæmdaráðs og fer yfir mismunandi möguleika fráveitulausna, kosti þeirra, galla og kostnaðarmat.

Á fundinn mætti Kristinn Magnússon frá Eflu sem unnið hefur að því að meta kosti í fráveitumálum við Hrafnagilshverfi. Mismunandi kostir eru skoðaðir út frá kostnaði, kostum og göllum og leggur framkvæmdaráð til að skoða betur þann kost sem Iðnver býður í hreinsistöð. 

Samþykkt

 

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að vinna áfram með arkitektum Hrafnagilsskóla, Arkitektastofunni OG, að aðlögun hússins við aukna starfsemi, áframhaldandi stækkun þess og undirbúningi útboðs. 

Samþykkt

 

3. Bakkatröð Grundun - 1801031

Staða grundunarskilirða yfirfarin í Bakkatröð.

Staða grundunar í Bakkatröð rædd.

Samþykkt

 

4. Verkefnaáætlun 2020 - 2001007

Farið yfir tímasetta verkefnaáætlun ársins 2020 út frá þeim verkefnum sem liggja fyrir á árinu.

Sveitarstjóri fer yfir verkefnaáætlun 2020.

Samþykkt

 

5. Sala fasteigna - 2001010

Farið yfir möguleika í sölu á fasteignum.

Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóri skoði hvaða möguleikar eru í sölu fasteigna sveitarfélagsins í samræmi við fjárhagsáætlun. 

Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20

Getum við bætt efni síðunnar?