Skipulagsnefnd

215. fundur 21. febrúar 2014 kl. 09:07 - 09:07 Eldri-fundur

215. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. febrúar 2014 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Eiríksson, Emilía Baldursdóttir, Jón Stefánsson, Sigurður Hólmar Kristjánsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, skipulagsfulltrúi.

Sigurður Eiríksson vék af fundi kl. 17:50.

Dagskrá:

1.     1310008 - Svarta húsið við Jólagarðinn
Vísað er til fyrri bókunar á 213. fundi skipulagsnefndar.
Að fenginni ábendingu Skipulagsstofnunar samþykkir skipulagsnefnd erindið enda liggi fyrir heimild Vegagerðarinnar fyrir nýrri vegtengingu.
         
2.     1102018 - áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
Fjallað var um endurskoðunina og stefnt að því að þeirri vinnu ljúki um næstu mánaðamót.
         
3.     1004006 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar nr. 35 og 36 voru lagðar fram til kynningar.
Farið var yfir tillögu að starfsreglum svæðisskipulagsnefndar. Umræður voru um það skilyrði að formaður eða varaformaður þurfi að sitja fundi nefndarinnar til að þeir teljist lögmætir. Einnig var rætt um hvort eðlilegra væri að samastaður nefndarinnar væri hjá Eyþingi frekar en AFE.
         
4.     1402003 - Aðalskipulagsbreyting - Miðbær Akureyrar
Lagt fram til kynningar.
         
5.     1402002 - Aðalskipulagsbreyting - virkjun á Glerárdal
Lagt fram til kynningar.
         
6.     1402013 - Kynning á skipulagsáætlun í Akureyrarkaupstað
Lagt fram til kynningar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15





Getum við bætt efni síðunnar?