Skipulagsnefnd

30. fundur 11. desember 2006 kl. 21:16 - 21:16 Eldri-fundur

30. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi laugardaginn 28. feb. 2004  kl. 14.00.

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Sigurður Eiríksson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

 


Dagskrá:
1. Athugasemdir við auglýsingu um breytt deiliskipulag í Brúnahlíð og Leifsstaðalandi
2. Reiðvegamál
3. Lóðaumsóknir
4. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014

Afgreiðsla:

1. Athugasemdir við auglýsingu um breytt deiliskipulag í Brúnahlíð og Leifsstaðalandi
Sveitarstjórn hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi tveggja samlægra byggingarsvæða í landi Leifsstaða og Brúarlands. Tillagan var til sýnis frá og með 12. des. 2003 til og með 9. jan. 2004. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna var til 23. jan. 2004. Meginatriði tillögunnar fólst í fjölgun lóða um tvær við Brúnahlíð, sem fái númerin 9 og 10 og lengist gatan til norðurs af þeim sökum. Jafnframt eru gerðar leiðréttingar á lóðarmörkum o. fl.

Athugasemdir bárust frá 5 aðilum áður en athugasemdafrestur rann út. Skipulagsnefnd fjallaði um þessar athugasemdi á fundi sínum þann 29. jan. 2004 en þær voru eftirfarandi:

1. Frá Karli Karlssyni og Sigríði örvarsdóttur, Karlsbergi.
Gerðar eru athugasemdir við lóðarmörk.

2. Frá Fjólu Guðjónsdóttur.
Farið er fram á að lóð nr. 29 á skipulagsreit í landi Leifsstaða verði skipt í tvær lóðir.

3. Frá Hauki Harðarsyni og Höllu Gunnlaugsdóttur, Brúnahlíð 4.
Andmælt er byggingu á viðbótarlóðunum á þeim forsendum að hús þar muni skyggja verulega á útsýni. Einn af þeim kostum sem sérstaklega voru kynntir þegar lóðir á svæðinu voru auglýstar hafi verið útsýni. Framkvæmdaaðili hafi reyndar kynnt þeim, að hann reiknaði með að byggja lítið sumarhús nyrst og neðst á umræddu svæði en ekki íbúðarhús í fullri stærð.

4. Frá Stefáni Birgissyni og Helgu Gunnlaugsdóttur, Brúnahlíð 2.
Sömu athugasemdir og gerðar eru af íbúum Brúnahlíðar 4.

5. Frá Jóhanni R. Sigurðssyni og Líneyju B. Jónsdóttur, Brúnahlíð 3.
Telja að sér hafi verið kynntar hugmyndir að byggingu eins húss á umræddum stað og þá það neðarlega að það myndi ekki skyggja á útsýni frá Brúnahlíð 3. Farið er fram á að reynt verði að haga byggingu hugsanlegra viðbótarhúsa þannig að þau skyggi sem minnst á útsýni úr húsum við efri íbúðargötuna.

Skipulagsnefnd samþykkti á tilvitnuðum fundi að óska eftir að Depill ehf., sem er eigandi Brúnahlíðarsvæðisins og seljandi lóðanna, skýrði hvernig hefði verið staðið að kynningu á fjölgun lóða á umræddu svæði þegar sölusamningar voru gerðir.

Lögmannsstofan, Strandgötu 29, Akureyri, svarar beiðninni f. h. Depils ehf. með bréfi dags. 10. feb. 2004. í svarinu kemur fram að við gerð kaupsamninga hafi legið fyrir fundargerð þáverandi eigenda lóða við Brúnahlíð frá 8. maí 2002 ásamt með skipulagsuppdrætti. í fundargerðinni komi fram að gert sé ráð fyrir 10 lóðum á skipulagssvæðinu og að kostnaður við gatnagerð deilist á þann lóðafjölda. þá komi fram í fundargerðinni að lóðir vestan skipulagssvæðisins, og er þar greinilega átt við lóðir í landi Leifsstaða, ''þurfi að nota hluta af götunum til aðkomu'' og verði sérstaklega ''samið um endurgjald fyrir þá notkun.''

Tilvitnaðri fundargerð var ekki þinglýst með kaupsamningum vegna lóðanna nr. 2, 3 og 4 við Brúnahlíð en í 3. gr. samninganna er til hennar vísað en greinin hljóðar svo:

''Seljandi greiðir öll lóðar- byggingargjöld. þá greiðir seljandi fasteigna- og tryggingargjöld fram að afhendingardegi. Við samningsgerð er fyrirliggjandi gildandi skipulagsuppdráttur vegna lóða úr landi Brúarlands/Leifsstaða, deiliskipulag í landi Brúnahlíðar og skilmálar, fundargerð lóðarhafa dags. 8. 5. 2002''

Staðfest deiliskipulag í landi Brúnahlíðar gerir ráð fyrir 8 einbýlishúsalóðum. þá er skipulagsreiturinn ekki fullnýttur. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að lóðum verði fjölgað í 10 til að fullnýta reitinn. Nokkurs misræmis gætir í athugasemdum rétthafa lóða nr. 2, 3 og 4 hvað varðar túlkun þeirra á ákvæði þessarar greinar samningsins og skilnings þeirra á kynningu seljanda á fyrirætlunum um fjölgun lóða um tvær á svæðinu. Skipulagsnefnd lítur svo á að fundargerðin frá 8. maí 2002 taka af tvímæli hvað þetta varðar og þegar talað er um 10 lóðir, sem kostnaður við gatnagerðina skuli deilast á, sé ekki verið að vísa til lóða úr Leifsstaðalandi til viðbótar þeim 8 lóðum, sem deiliskipulagið sýnir, enda gert ráð fyrir því, að sérstaklega verið samið um endurgjald fyrir notkun þeirra og aðgengi að húsagötunni, sem tilheyrir Brúnahlíð.

Nefndin mælir því með að athugasemdir umræddra rétthafa verði afgreiddar með vísan til þessa rökstuðnings og að skipulagstillagan verði samþykkt. Jafnframt leggur hún til að eiganda viðbótarlóðanna, Depli ehf, verði gert að haga staðsetningu nýrra húsa þannig að þau skyggi sem minnst á húsin við efri húsagötuna og þakhæð verði í því lágmarki sem unnt er.

Aðrar athugasemdir verði þannig afgreiddar:

Frá Fjólu Guðjónsdóttur, álfaklöpp (lóð nr. 29 úr landi Leifsstaða).
Eigandi hefur áður óskað eftir því að lóðinni verði skipt í tvær lóðir. Skipulagsnefnd hafnaði því erindi á 19. fundi sínum þann 24. sept. 2002 og var sú ákvörðun staðfest á fundi sveitarstjórnar 1. okt. sama ár. Skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til að breyta þeirri
ákvörðun.

Frá Karli Karlssyni og Sigríði örvarsdóttur, Karlsbergi (lóð nr. 30 úr landi Leifsstaða).
Gerðar eru athugasemdir við lóðarmörk. Kaupsamningur kveður á um að lóðarmörk séu við læk sunnan lóðarinnar en ekki sunnan læksins. Tilvitnuð hnit virðast afmarka skipulagssvæðið en ekki lóðarmörk. Skipulagsnefnd telur að lækurinn afmarki lóðina til suðurs og getur ekki fallist á að önnur mörk eigi að gilda. Stækkun lóðarinnar verði að byggjast á samkomulagi lóðarhafa og eiganda lands sunnan umrædds læks.

2. Reiðvegamál
á 29. fundi nefndarinnar þann 29. jan. s. l. voru reiðvegamálin til umfjöllunar. í bókun nefndarinnar frá þeim fundi segir m. a. svo:
?á þessu stigi málsins liggja engar upplýsingar fyrir um hugsanlegan kostnað við fyllingar og fyrirhleðslur. Nefndin telur hins vegar að tillaga að vegi á austurbakka Eyjafjarðarár frá Akureyri og allt að Melgerðismelum sé góð lausn náist um hana viðunandi sátt en telur nauðsynlegt að fyrir liggi vísbendingar um kostnað áður en endanleg afstaða er tekin til hennar.?
Upplýsinga hefur verið aflað frá Vegagerðinni um áætlaðan kostnað við fyrirhleðslur og fyllingar. Vegagerðin áætlar kostnaðinn kr. 8.0 millj. fyrir landi Stóra-Hamars og kr. 6.5 millj. fyrir landi Rifkelsstaða sbr. bréf dags. 20. feb. 2004. Jafnframt liggur fyrir svar Vegagerðarinnar við fyrirspurn um réttarstöðu landeigenda. þar kemur fram að landeigandi geti höfðað dómsmál til ógildingar á hugsanlegri eignarnámsaðgerð náist ekki samningar um bætur. Nefndin bendir á, að allir eigendur þess lands sem leiðin færi um, hafi samþykkt legu hennar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að undanskildum eigendum Munkaþverár. þrátt fyrir þá andstöðu telur nefndin að umrædd leið hafi yfirburðarkosti umfram aðrar tillögur að legu stofnleiðar frá Akureyri að Melgerðismelum. Hún sé til þess fallin að stuðla að frekari uppbyggingu á Melgerðismelum og auknum rekstri þar í þágu hestamennsku og ferðaþjónustu og sé í takti við þá stefnumótun sem fram kemur í skýrslu vinnuhóps um reiðvegamál frá mars 2000. Skipulagsnefnd leggur því til að sveitarstjórn samþykki nú þegar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014 til staðfestingar á umræddri legu reiðleiðarinnar. Endanleg lega héraðsleiða og tenging þeirra við stofnleið fylgi þeirri endurskoðun, sem nú stendur yfir á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ennfremur leggur nefndin til að leitað verði til Landgræðslu ríkisins um kostnaðarþátttöku í fyrirhleðsluframkvæmdum sbr. lög nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti.

3. Lóðaumsóknir
Umsóknir hafa borist um eftirtaldar lóðir við Skógartröð:

Lóð nr. 5, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir, Arnarsíðu 4d, Akureyri.
Lóð nr. 7, Snæfríð Egilson, Kristnesi 12, Eyjafjarðarsveit.
Lóð nr. 9, Daniel þorsteinsson, Helgamagrastræti 3, Akureyri.
Nr. lóðar ekki tilgreint, Baldur Lárusson, Gránufélagsgötu 31, Akureyri.

Skipulagsnefnd leggur til að umsóknir um lóðir nr. 5, 7 og 9 verði samþykktar.
þá leggur hún til að Baldri Lárussyni verði boðið að velja milli lóðanna nr. 1 og 3.

4. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014
Fyrir liggja drög að 2. kafla greinargerðar nýs aðalskipulags. Farið var yfir drögin og gerðar nokkrar breytingar og leiðréttingar. Sveitarstjóra falið að undirbúa fund með nefndinni og skipulagsráðgjafanum og kynningu fyrir sveitarstjórn.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Getum við bætt efni síðunnar?