Skipulagsnefnd

229. fundur 17. mars 2015 kl. 09:26 - 09:26 Eldri-fundur

229. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 16. mars 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir formaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Benjamín Örn Davíðsson varamaður, Stefán Árnason embættismaður, Jón Stefánsson varamaður og Ómar Ívarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigurgeir Hreinsson.

Dagskrá:

1.     1502040 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - ósk um leyfi til að sameina tvær lóðir og byggja gestahús á hinni sameinuðu lóð
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að sameina lóðirnar en eftir sameiningu er sameinuð lóð skv. gildandi deiliskipulagi. Aftur á móti er ekki skilgreindur byggingarreitur innan lóðarinnar í gildandi deiliskipulagi Brúarlands-Leifsstaða frá sept. 2005 og því er ekki unt að samþykkja að byggja gestahús, nema að undangenginni breytingu á deiliskipulagi. Umsækjanda er veitt heimild til leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
         
2.     1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn um afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Meirihluti skipulagsnefndar, AG, JS, SBH, fellst á rökstuðning umsækjanda um að staðsetja íbúðarhús innan 50 m fjarlægðarmarka frá jarðamörkum við Bjarg eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi, vegna aðstæðna á svæðinu. Byggingarreitur íbúðarhúss skal þó að lágmarki vera 40 m frá jarðamörkum við Bjarg. Fyrir liggur nauðsynlegt samþykki jarðeigenda Bjargs fyrir staðsetningu íbúðarhússins um 40 m frá jarðamörkum.

Minnihluti skipulagsnefndar, BÖD, HIG, fellst ekki á rökstuðning umsækjanda um að staðsetja íbúðarhús innan skilgreindra 50 m fjarlægðarmarka frá jarðamörkum skv. gildandi aðalskipulagi og telur því að byggingarreitur íbúðarhúss skuli vera a.m.k. 50 m frá jarðamörkum við Bjarg.
         
3.     1101011 - Stígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Erindinu frestað.
         
4.     1502026 - Syðra-Laugaland efra - Grettir Hjörleifsson - Umsókn um leyfi til að byggja smáhýsi
Skipulagsnefnd fellst á beiðni umsækjanda um nauðsyn undanþágu frá fjarlægðarmörkum og að fjarlægð verði 25 m frá landamerkjum enda liggi fyrir samþykki landeigenda aðliggjandi lands. Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi og bent á að fyrsta skref í því ferli er að leggja fram skipulagslýsingu vegna vinnu við deiliskpulag.
         
5.     1502021 - Öngulsstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og byggingu íbúðarhúss á jörðinni
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Að loknu ferli aðalskipulagsbreytingar mun skipulagsnefnd taka aftur fyrir erindið vegna staðsetningar byggingarreits skv. afstöðumynd.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20





Getum við bætt efni síðunnar?