Skipulagsnefnd

241. fundur 06. apríl 2016 kl. 13:08 - 13:08 Eldri-fundur

241. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 4. apríl 2016 og hófst hann kl. 15.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir ritari, Ómar Ívarsson og Anna Guðmundsdóttir formaður.
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Hanna Leifsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1603001 - Stækkun byggingarreits
Hermann I Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfi fyrir stækkun á byggingarreit verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er talið að fyrirhuguð framkvæmd varði hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

2. 1603020 - Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús í landi Króksstaða
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem fyrirhugað íbúðarhús er innan skilgreindra 50 m fjarlægðarmarka frá jarðamörkum og innan skilgreindra 150 m fjarlægðarmarka frá húsum sömu bújarðar eða aðliggjandi jarða eins og kveðið er á að skuli vera skv. gildandi aðalskipulagi.

3. 1603027 - Umsókn um nýtt rekstarleyfi til sölu heimagistingar að Jódísarstöðum 4
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

4. 1603010 - Endurbygging skýlis á Kaupangsbökkum
Erindið er samþykkt en viðkomandi bent á að eðlilegur farvegur málsins er að sækja um heimild til endurbyggingar áður en ráðist er í framkvæmdir.

5. 1603031 - Umsókn um stækkun á lóð og úthlutun landnúmers
Skipulagsnefnd samþykkir erindið frá eigendum Brekkulækjar.

6. 1603032 - Umsókn um úthlutun byggingarreits í Arnarfelli
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem fjarlægð frá útihúsum aðliggjandi jarðar er minna en 150 metrar.

7. 1603033 - Umsókn um nafnabreytingu á Grænagarði
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

8. 1602006 - Fyrirspurn vegna hugsanlegrar breytingar á aðalskipulagi í landi Brúarlands
Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað. Nefndin telur að sú starfssemi sem fyrirhuguð er hafi truflandi áhrif á núverandi íbúðarsvæði.

9. 1603036 - Umsókn um að taka úr landbúnaðarnotkun spildu í landi Munkaþverár og skipti úr jörðinni
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki landeiganda.

10. 1604001 - Tillaga að deiliskipulagi í Gröf IV
Skiplagsnefnd frestar erindinu.

11. 1603034 - Kynning á deiliskipulagstillögu að efnisnámu í landi Hvamms
Lagt fram til kynningar.
Farið yfir drög að deilskipulagi á efnisnámu í landi Hvamms. Óskað eftir deiliskráningu fornminja áður en lengra er haldið.

12. 1602019 - Tilkynning um auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir.

13. 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22

Getum við bætt efni síðunnar?