Skipulagsnefnd

48. fundur 11. desember 2006 kl. 21:24 - 21:24 Eldri-fundur

48. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 12. jan.  2006 kl. 17.30.

Mættir voru Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1.  Erindi frá Jóni Bergi Arasyni, dags. 2. jan. 2006 , afgreiðslu frestað á 47. fundi, 2. jan. 2006.

í erindinu var farið fram á breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi þverár I. Skipulagsnefnd fól sveitarstjóra á fundi sínum þann 2. jan. s. l. að ræða við bréfritara. Minnisblað sveitarstjóra  frá þeim viðræðum lagt fram. Skipulagsnefnd getur fallist á eftirfarandi breytingar miðað við gildandi skipulag:
 a. Byggingarreitur nr. 1 falli niður.
 b. Byggingarreitur nr. 2 færist til norðurs um 5 - 15 m.
 c. Sunnan við byggingarreit nr. 2 verði bætt við nýjum byggingarreit þó ekki sunnar en svo að fjarlægð byggingarreitsins frá landamerkjum Reinar verði ekki minni en 80 m.


2. Erindi frá Vaðlabyggð ehf., dags. 9. nóv. 2005 , um breytingar á aðalskipulagi, afgreiðslu frestað á 47. fundi, 2. jan. 2006.

Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra frá fundi með fulltrúum Vaðlbyggðar ehf. dags. 6. jan. 2006. þá liggja einnig fyrir erindi stjórnarformanns Vaðlabyggðar ehf., Sigurðar Guðmundssonar, dags. 18. des. 2005, br. 11. jan. 2006, varðandi óskir fyrirtækisins um breytingu á aðalskipulagi, erindi dags. 11. jan. 2006 með frekari lýsingu á hugsanlegri sjávarbyggð norðan Leiruvegar og erindi einnig dags. 11. jan. með kynningu á vatnshreinsibúnaði frá fyrirtækinu Multiclair GmbH í þýskalandi. Talið er að sá búnaður gæti komið í stað síubeðs við rotþrær. þessu erindi líkur með beiðni um fund með fulltrúum þýska fyrirtækisins og sveitarstjórn.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindis varðandi nýtingu landsins og leggur til að óskað verði eftir samstarfi við sveitarstjórn Svalbarðsstarandarhrepps um samræmingu á skipulagsáætlunum sveitarfélaganna, þar sem þau eru aðlæg sbr. ábendingu í minnisblaði sveitarstjóra. Nefndin leggur til að orðið verði við beiðni um fund með fulltrúum þýska fyrirtækisins og að fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra verði fengnir  til að sitja þann fund.


3.  Erindi Bergsteins Gíslasonar, dags. 12. des. 2005 , um leyfi til að hefja vega-gerð í landi Leifsstaða, afgreiðslu frestað á 47. fundi. 2. jan. 2006.
á fyrrnefndum fundi var sveitarstjóra falið að ræða nánar við bréfritara og afla frekari upplýsinga. Ekki hefur tekist að koma á fundi með aðilum þar sem bréfritari hefur verið í útlöndum.


4. Erindi Akureyrarbæjar dags. 15. des. 2005 , beiðni um umsögn um endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018.

Skipulagsnefnd telur engar ástæður til að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar geri athugasemd við endurskoðun á þéttbýlisskipulagi Akureyrar. Hins vegar bendir hún á að óvissa kann að ríkja um stjórnsýslumörk sveitarfélaganna á óbyggðarhluta skipulagsins og leggur til að sveitarstjórnirnar komist að sameiginlegri niðurstöðu um þau áður en lengra er haldið.


5. Erindi Glámu-Kím, arkitektastofu, dags. 2. jan. 2006 , tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bjarkar.

Um er að ræða 1.7 ha svæði neðan Eyjafjarðarbrautar eystri  sunnan skógræktarreits   úr landi Bjarkar. á svæðinu er gert ráð fyrir 3 frístundahúsum, sem megi vera allt að 160 ferm. að heildarstærð og að hluta á tveimur hæðum.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.


6. Erindi Páls Ingvarssonar, Guðrúnar M. Ingvarsdóttur og Brynjólfs  Brynjólfssonar dags. 7. nóv. 2005 um leyfi til að láta skipuleggja íbúðarbyggð í landi Reykhúsa.

Um er að ræða ca. 5 ha. svæði austan gamalla fjárhúsa jarðarinnar. á svæðinu verði hugsanlega 5 ? 8 hús. Nefnin leggur til að erindinu verði vísað til yfirstandandi endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.


7.   Drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi III.

árni ólafsson, arkitekt, kynnti fyrstu drög að skipulagi svæðisins. árna falið að móta tillögu að skipulagi þess á grundvelli draganna og leggja tillögu sína  fyrir nefndina í byrjun feb. n. k.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00.

Getum við bætt efni síðunnar?