Skipulagsnefnd

251. fundur 29. nóvember 2016 kl. 10:01 - 10:01 Eldri-fundur

251. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 28. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Jón Stefánsson varamaður, Ómar Ívarsson og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Innkomnum umsögnum hefur verið vísað til umsækjanda. Umsagnaraðilar benda á mikilvæg atriði sem umsækjandi þarf að taka afstöðu til. Skipulagsnefnd leggur áherslu á mikilvægi upplýsinga um áhrif virkjunar á lífríki Eyjafjarðarár. Auk þess telur skipulagsnefnd mikilvægt að í tillögunni og fylgigögnum verði vikið að fleiri atriðum, þar með talið burðarþoli vegakerfis, upplýsinga verði aflað frá Rarik um virkjanaáformin auk annarra atriða.

Skipulagsstjóra og sveitarstjóra falið að funda með umsækjanda um athugasemdir og vinna málið áfram.

2. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu reiðvegar í Samkomugerði I og efnistöku úr Rauðhúsanámu - 1611022
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi.

3. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Í erindi liggur fyrir uppdráttur af afstöðu fyrirhugaðs húss á lóð nr. 152621. Í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerðar 90/2013 segir að ekki megi reisa mannvirki nær vötnum, og sjó en 50 m. Í gr. 5.3.2.5 D í skipulagsreglugerðinni segir að ekki skuli reisa frístundarhús nær vegi en 50 m.Samkvæmt gildandi aðalskipulag er ekki heimilt að staðsetja stök frístundahús nær landamerkjum næstu jarðar en 50 m.

Miðað við fyrirliggjandi uppdrátt og upplýsingar verður að synja umsókn um byggingu sumarhúss í landi Guðrúnarstaða á lóð nr. 152621.

4. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - 1603035
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar fangar áformum Landsnets um lagningu 220 kV jarðstrengs við þverun í Eyjafirði. Lagning jarðstrengsins eykur orkuöryggi á svæðinu, skerðir ekki flugöryggi og er í sátt við íbúa og samfélag. Erindi frá Landsneti um breytingu á aðalskipulagi til samræmis við Kerfisáætlun og framkvæmdaáætlun um lagningu jarðstrengs verður tekið til meðferðar um leið og það berst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?