Skipulagsnefnd

58. fundur 11. desember 2006 kl. 21:31 - 21:31 Eldri-fundur

58. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 9. ágúst 2006 kl. 19.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Brynjar Skúlason, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson og  Bjarni Kristjánsson, sem skráði fundargerð.

1. Breytingar á texta Greinargerðar I með tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 ? 2025.

Nefndin leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á texta greinargerðarinnar þ. e. köflum 2.1.1 , 2.2.1 og 2.3.1.

2.1.1. Umhverfis- og verndunarmál, náttúruverndarsvæði.

í lok 21. tl. í upptalningu undir önnur markmið bætist eftirfarandi "þrátt fyrir góðan vilja og markmið laga og reglugerða mun lykt, notkun landbúnaðartækja og skepnuhald, sem fylgir landbúnaðarstarfseminn, hafa viss áhrif á umhverfið."

2.2.1 íbúðasvæði.

Við 5. tl. undir yfirskriftinni "Markmið vegna íbúðarsvæða"  bætist eftirfarandi: "Sveitarstjórn getur látið fresta byggingarframkvæmdum á skipulögðum íbúðar- eða frístundasvæðum ef viðkomandi tengivegur er ekki talinn anna þeirri auknu umferð sem af framkvæmdunum leiðir."
Við 7. tl. bætist eftirfarandi:
"Aldrei verður þó komið í veg fyrir að áhrifa búreksturs, sem helsta  atvinnuvegar í sveitarfélaginu, gæti með einhverjum hætti á íbúðasvæðunum s. s. vegna óhjákvæmilegrar lyktar vegna áburðarnotkunar og búfjárhalds sem og umferðar landbúnaðartækja og annarra vinnuvéla."

2.3.1. Landbúnaður, óbyggð svæði.

í lok kaflans á eftir "Forsendur fyrir stakri frístundabyggð" komi eftirfarandi:

Eftirfarandi fjarlægðarmörk miðað við landamerki skulu gilda um skipulagða íbúðar- og frístundabyggð utan slíkra skipulagssvæða á þéttbýlis- og sérupdráttum og annars staðar í sveitarfélaginu:

1.   íbúðarbyggð:   Að lágmarki 50 m frá landamerkjum.
2.   Frístundabyggð:  Að lágmarki 50 m frá landamerkjum.

Möguleg frávik:  Ef um sams konar landnýtingu er að ræða beggja vegna landamerkja getur sveitarstjórn minnkað fjarlægðarmörkin enda sé það gert með samþykki þinglýstra eigenda aðlægs lands. Sveitarstjórn getur ákveðið aukin fjarlægðarmörk milli líkra sem ólíkra skipulagssvæða ef ástæða þykir m. t. t. staðhátta, s. s. landslags, hugsanlegra árekstra vegna ólíkrar starfsemi o. s. frv.
Emilia Baldursdóttir  lætur bóka að þótt hún samþykki framanskráðar tillögur telji hún að setja þurfi ákveðnari reglur um fjarlægðarmörk milli ólíkrar landnýtingarsvæða.

7.2. Reglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila.

Reglurnar eru hjálagaðar sem fsk. 1.
Reglurnar voru samþykktar með fjórum atkvæðum. Einar G. Jóhannsson sat hjá.


2.   Breyting á drögum að deiliskipulagi ölduhverfis, beiðni eigenda um umsögn dags.  23. júlí 2006.

Nefndin telur í sjálfu sér  ekki ástæðu til að leggjast gegn fjölgun íbúðarhúsa á kostnað frístundabyggðarinnar. Hins vegar telur hún nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um eftirfarandi:

a. Hvort ekki sé möulegt að tengja frístundabyggðina með annari vegtengingu þannig að meginumferð að henni fari um aðra tengingu en umferð að íbúðarbyggðinni.
b. Hvernig ásýnd byggðarinnar verður í þeim mikla bratta sem er á norður hluta þess. Fyrir því verði gerð grein með sniðmynd.
c. Halla á vegkerfinu  innan svæðisins.

Ennfremur telur nefndin of mikla nálægð vera á milli íbúðar- og frístundabyggðarinnar og því þurfi að breyta. Einnig að í drögum að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið er ráð fyrir því gert að sveitarfélagið eignist skipulögð íbúðarsvæði að loknum framkvæmdum. þá þarf að gera nánari grein fyrir því hvernig fráveitu verður háttað
Einnig bendir nefndin á að víða í texta greinargerðarinnar eru settar fram staðhæfingar, sem ekki eiga við rök að styðjast og það þarf að leiðrétta.


3.    Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Leifsstaða.

Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.


4. Umsókn úlfars Vilhjálmssonar, dags. 2. ág. 2006 um leyfi til að byggja bílskúr við væntanlegt íbúðarhús á öngulsstöðum I.

Nefndin leggur til að leyfið verði veitt enda verði framkvæmdin kynnt nágrönnum.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.25.

Getum við bætt efni síðunnar?