Skipulagsnefnd

64. fundur 11. desember 2006 kl. 21:33 - 21:33 Eldri-fundur

64. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi fimmtudaginn 23. nóv. 2006 kl. 20.00. Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.

á fundinn var einnig mættur Bergsteinn Gíslason, Leifsstaðabrúnum 15, til að gera grein fyrir hugmyndum að nýtingu Leifsstaðalands ofan Veigastaðavegar.



1. Nýting Leifsstaðalands ofan Leifsstaðabrúna.

Fyrir liggja tvær tillögur að nýtingu landins. Annars vegar tillaga að lóðum fyrir 40 íbúðarhús, sem tekið yrði tillit til  í nýju aðalskipulagi og hins vegar tillaga að nýtingu vestasta hluta svæðisins sunnan Brúarlands fyrir 4 íbúðarhús á stórum lóðum. Sú tillaga er byggð á gildandi aðalskipulagi. Bergsteinn fer fram á að  samþykkt verði tillaga hans að deiliskipulagi fyrir þessa íbúðarbyggð. þá mun hann leggja fram tillögu að nýtingu þess lands, sem eftir er úr Leifsstaðajörðinni norðan og vestan  Leifstaðahótelsins.

 Afgreiðslu frestað.



2. Athugasemdir við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, flokkur E, ýmsar athugasemdir.

E-1 Benedikt Hjaltason, Hrafnagili, fer fram á að land hans ofan byggðar í Reykárhverfi verði skilgreint sem "íbúðarsvæði til síðari nota."

 Afgreiðslu frestað þar til nánari gögn liggja fyrir s. s. afstöðumynd og upplýsingar um vegtengingu og fjölda húsa.

E-2 Vilberg Jónsson, Kommu, fer fram á að spilda úr landi hans sem afmarkast af heimreiðinni að Punkti og Kommu að sunnan, Eyjafjarðarbraut eystri að vestan, heimreiðinni að Stekk að norðan og rótum Stekkjarhjallans að austan verði skilgreint sem íbúðarsvæði.

 Afgreiðslu frestað þar til nánari gögn liggja fyrir s. s. afstöðumynd og upplýsingar um vegtengingu og fjölda húsa.


E-3
 Egill Jónsson, Syðri-Varðgjá, fer fram á að tvær spildur úr  landi jarðarinnar neðan Veigastaðavegar verði skilgreindar sem íbúðarsvæði.

Umrædd svæði standa í miklum bratta og vegtengingar yrðu mjög erfiðar, nema húsin stæðu mjög nærri þjóðvegi. Svæðið neðan Veigastaðavegar er í skipulagstillögunni skilgreint sem "óbyggt svæði" og "svæði til sérstakra nota."
 Nefndin telur eðlilegt að halda þeirri skilgreiningu þar til tillaga að heildarskipulagi og nýtingu svæðisins neðan Veigastaðavegar liggur fyrir. Slík tillag yrði þó ekki tekin til afgreiðslu nú, enda framboð af lóðum í landi Varðgjánna yfirdrifið sbr. skipulagstillöguna.Nefndin leggur því til að erindinu verði hafnað.


E-4
 Kristján J. Albertsson og Sigríður ágústsdóttir, Akureyri, fara fram á að spilda úr landi Syðri-Varðgjár til móts við
heimreiðina að bænum  verði skilgreind fyrir íbúðarhús.  Um er að ræða aðra spilduna sem Egill Jónsson nefnir í sinni athugasemd.

 Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað sbr. E-4.


E-5
 Einar G. Jóhannsson, Eyraralandi, fer fram á að svæði á meðfylgjandi uppdrætti verði stækkað til suðurs og ætlað fyrir íbúðarbyggð.

Einar G. Jóhannsson vék af fundi.

Um er að ræða mjóa ræmu ofan votlendis, sem nær fast að gömlum þjóðvegi sem þarna liggur og er skilgreindur sem gönguleið í skipulagstillögunni. Jafnframt er vegurinn tenging við nokkur frístundahús nyrst í Leifsstaðabrúnum. Vegurinn færi undir byggingar og yrði þá að flytjast upp í brekkurnar fyrir ofan. Nefndin telur að ekki eigi að leyfa byggingar lengra til suðurs neðan Leifsstaðbrúna heldur beri að halda því landi óröskuðu. Heimild til byggingar á því svæði, sem hér er til umræðu væri fordæmisgefandi.
 Tillaga um að hafna erindinu var samþykkt með þremur atkvæðu. Einn nefndarmanna sat hjá.


E-6
 Jóhann R. Eysteinsson, Eyrarlandi, fer fram á breytingu á vegtengingu að Fosslandi.

Einar G. Jóhannsson vék af fundi.

 Nefndin telur sér ekki fært samþykkja þessa breytingu nú. Breyting verði að ráðast af því hvernig landnýting í "Fjörunni" verði í framtíðinni og þá komi til álita að breyta tengingunni í því deiliskipulagi, sem vinna þarf fyrir svæðið í heild sinni.


 

Næsti fundur verði þriðjudaginn 28. nóv. kl. 19.00

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.50.

Getum við bætt efni síðunnar?