Skipulagsnefnd

273. fundur 26. september 2017 kl. 10:40 - 10:40 Eldri-fundur

 

273. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 25. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Jón Stefánsson, varamaður, Vigfús Björnsson, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Grænigarður ehf - Breyting á landspildu nr. 223283 í aðalskipulagi og að hún fái heitið Staðarhóll 3 - 1709008
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

2. Skipulagsmál í Kaupangi, breyting íbúðabyggðar - 1704013
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað á grundvelli skilmála gildandi aðalskipulags um varðveislu landbúnaðarlands.

3. Syðri-Hóll - Ósk um sérstakt landnúmer - 1709010
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

4. Heimavöllur ehf - umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni - 1709011
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað til Óshólmanefndar þar sem svæðið nýtur hverfisverndar skv. gildandi aðalskipulagi.

5. Beiðni um að kröfu um bundna byggingarlínu sé aflétt að hluta við Bakkatröð 10-18. - 1708007
Jón Stefánsson vék af fundi undir þessum lið. Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt. Fulltrúi O-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslu nefndarinnar.

6. Hörður Ingólfsson - Ósk um að fá úthlutað lóð við Melgerðismela fyrir flugskýli - 1709007
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið sem um ræðir.

7. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Frestað til síðari fundar.

8. JS Trésmíði ehf. - Óskað leyfis fyrir sandtöku úr Eyjafjarðará - 1709015
Jón Stefánsson vék sæti við afgreiðslu þessa liðar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimiluð verði minniháttar efnistaka í landi Eyjafjarðarsveitar á efnistökusvæði 27 neðan Hrafnagilshverfis að fengnu ítarlegu framkvæmdaleyfi sem taki til þess hvernig staðið verði að efnistöku, flutningi efnis og frágangi efnistökusvæðis auk annarra atriða eftir atvikum.

9. Hlíðarhagi - Óskað eftir byggingarleyfi fyrir skemmu - 1709017
Jón Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

Afgreiðsla nefndarinnar er háð því skilyrði að allir landeigendur standi að erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?