Skipulagsnefnd

67. fundur 11. desember 2006 kl. 21:36 - 21:36 Eldri-fundur

67. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 6. des. 2006. kl. 19.00.
Mætt voru óli þór ástvaldsson, Emilia Baldursdóttir, Karel Rafnsson, Einar G. Jóhannsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem skráði fundargerð.


1. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 2. tl. gr. E-3 og E-4 í 64. fundargerð skipulags-nefndar frá 23. nóv. 2006.
Einar Jóhannsson og Karel Rafnsson lögðu fram eftirfarandi tillögu: "Skipulagsnefnd óskar hér með eftir rökstuðningi sveitarstjórnar fyrir afgreiðslu hennar á gr. E-3 og E-4 í 2. tl. í 64. fundargerð skipulagsnefndar frá 23. nóv. 2006."

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Brynjar Skúlason sat hjá og óli þór ástvaldsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Emilia Baldursdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: "Vinnubrögð og afgreiðsla meirihluta sveitarstjórnar á tl. 2 gr. E-3 og E-4 í 64. fundargerð skipulags-nefndar valda því að ég treysti mér ekki til að sinna frekar fundarstörfum á þessum fundi."

óli þór ástvaldsson lagði fram eftirfarandi bókun: "í framhaldi af bókun Emiliu Baldursdóttur óska ég sem formaður nefndarinnar eftir að fram komi að ég lagði til að mál þetta yrði tekið fyrir í lok fundarins og hefði því Emilia geta komið að afgreiðslu þeirra mála, sem fyrir fundinum liggja."

Afgreiðslu annarra dagskrárliða frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30.

Getum við bætt efni síðunnar?