Skipulagsnefnd

281. fundur 06. febrúar 2018 kl. 08:19 - 08:19 Eldri-fundur

281. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 5. febrúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, formaður, Jóhannes Ævar Jónsson, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Vigfús Björnsson, embættismaður.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Norðurorka - Beiðni um leyfi fyrir rafstreng að vatnsgeymi ofan við Hrafnagilshverfi - 1801023
Skipulagsnefnd leggur til að erindi Norðurorku verði samþykkt, háð því að NO skili til skipulags- og byggingarfulltrúa beiðni um framkvæmdaleyfi ásamttíðkanlegum uppdráttum. Í framkvæmdaleyfi, sem Skipulags- og byggingarfulltrúi gefi út, verði tilgreindir skilmálar leyfisins.

2. Akur - umsókn um leyfi til að þinglýsa lóð sem á stendur íbúðarhús 215-8283 - 1801033
Erindi þar sem óskað er eftir leyfi til að stofna lóð um íbúðarhúsið sem hefur fnr. 215-8283, í samræmi við framlagðan uppdrátt og lóðin fái heitið Akur íbúðarhús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

3. Smáralækur - Umsókn um stöðuleyfi - 1801039
Erindi Hinriks Karls Hinrikssonar og Bylgju Aradóttur, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tveimur 40 ft gámum og gámatjaldi á milli. Erindinu fylgja myndir til glöggvunar og nánari lýsing. Sótt er um stöðuleyfi til 12 mánaða.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að veita tímabundið stöðuleyfi. Til að unnt sé að afgreiða erindið óskar skiplagsnefnd eftir ítarlegri upplýsingum og skulu fylgja uppdrættir og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna í samræmi við gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð. Vænta má þess að grenndarkynna þurfi erindið.
Afgreiðslu erindisins frestað.

4. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Erindi frá Tjarnavirkjun ehf. um heimild til að auglýsa deiliskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Tjarnir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn erindið verði samþykkt.

5. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Fyrir er tekið erindi frá Skipulagsstofnun dags. 26. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar Eyjafjarðarsveitar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við 1 mw vatnsaflsvirkjun, Tjarnavirkjun, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum.

Nefndin fer yfir einstaka efnisatriði 2. viðauka m.t.t. umræddrar framkvæmdar. Skipulagsnefnd telur að huga verði sérstaklega að áhrifum framkvæmdarinnar fyrir fiskigengd og viðkomu fiskjar í Eyjafjarðará, en telur ekki efni til að framkvæmdin fari í umhverfismat.

Nefndin gerir drög skipulagsstjóra að umsögn til Skipulagsstofnunar að sinni og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsstjóra og sveitarstjóra verði falið að veita umsögn í samræmi við það.

6. Svönulundur - Ósk um leyfi til að gera heimreið - 1801044
Erindi frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Egilsdóttur þar sem óskað er eftir að gera heimreið að Svönulundi, spilda úr landi Holtsels, sbr. teikning. Erindið er eitt þriggja erinda sem lagt var fyrir nefndina í einu skjali, dags. 29. janúar 2018.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagningu umræddrar heimreiðar, sem hljóta muni að óbreyttu stöðu einkavegar samkvæmt vegalögum, enda leggist Vegagerðin ekki gegn vegtengingunni.

7. Ósk um afstöðu sveitarstjórnar í húsamálum Holtsels - 1801043
Erindi frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Egilsdóttur þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess hvort heimilt sé að breyta starfsmannahúsi í Holtseli í íbúarhús. Erindið er eitt þriggja erinda sem lagt var fyrir nefndina í einu skjali, dags. 29. janúar 2018.

Veitt var heimild til flutnings starfsmannahúss að Holtseli og var það skráð í Holtseli árið 2001 sem starfsmannahús hjá Fasteignamati Ríkisins. Samkvæmt samþykkt bygginganefndar 10. október 2000, er húsið samþykkt sem starfsmannahús. Um það hús gilti á þeim tíma reglugerð nr. 84/1982, um starfsmannabústaði, í þá veru að vera varanlegt íbúðarhúsnæði sem ætlað er til svefns, matar og daglegrar dvalar starfsfólks í tengslum við atvinnustarfsemi. Af þessu verður ráðið að hin brottfallna reglugerð um starfsmannabústaði hefur ekki að fullu gert sömu kröfur til starfsmannabústaða og íbúðarhúsnæðis. Af því verður jafnframt ráðið að til að hús verði skráð sem íbúðarhúsnæði, verður það að fullnægja kröfum sem gerðar eru til þess konar húsnæðis á þeim tíma sem skráning fer fram. Reglur um heimildir til fastrar búsetu í annars konar húsnæði hefur ekki áhrif í þessu viðfangi.

Að áliti skipulagsnefndar er sveitarfélagi ekki heimilt að samþykkja húsnæði sem íbúðarhúsnæði nema að uppfylltum lögum og reglum sem um það gildir, þegar sótt erum skráningu þess.

8. Svönulundur - Ósk um byggingarreit - 1801045
Erindi frá Guðmundi Jóni Guðmundssyni og Guðrúnu Egilsdóttur þar sem óskað er eftir að skilgreina byggingarreit fyrir íbúðarhúsnæði í svokölluðum Svönulundi, sbr. teikningu, dags. 26.10.2017. Erindið er eitt þriggja erinda sem lagt var fyrir nefndina í einu skjali, dags. 29. janúar 2018.

Í landi Holtsels eru nú þegar þrjú íveruhús, þ.e. tvö íbúðarhús auk starfsmannahúss. Í samræmi við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar er heimild til að marka fleiri húsum byggingarreiti háð því að gert verði deiliskipulag fyrir jörðina.

Telur skipulagsnefnd því ekki hægt að samþykkja erindið án þess.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?