Skipulagsnefnd

292. fundur 04. september 2018 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur

292. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 30. ágúst 2018 og hófst hann kl. 18:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, formaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Vigfús Björnsson, embættismaður og Ómar Ívarsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 var auglýst á tímabilinu 28. maí til 9. júlí 2018 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd heldur áfram umfjöllun um umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma skipuagstillögunnar. Erindin eru afgreidd í þeirri röð sem á eftir fer. Ómar Ívarsson, skipulagsráðgjafi er viðstaddur fundinn.

3. erindi. Sendandi Norðurorka.
Athugasemd a) Sendandi tiltekur sex mannvirki í dreifikerfi hitaveitu sem merkja beri á skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mannvirkjum sem tiltekin eru í athugasemd sendanda sé bætt á skipulagsuppdrátt.
Athugasemd b) Sendandi tiltekur aðveituæðar frá Grísarárlindum að Kristnesi og frá Kristnesi að Teigi sem vantar á skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðveituæðum sem tilteknar eru í athugasemd sendanda sé bætt á skipulagsuppdrátt.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að rétt sé að tilgreina vatnsverndarsvæði ofan við Punkt og Kommu, þar sem óljóst sé um framhald þeirra.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vatnsverndarsvæðum ofan við Punkt og Kommu verði bætt á skipulagsuppdrátt.
Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að staðhæft sé að í umfjöllun um vatnsból í Grísarárbotnum að „nægjanlegt vatn sem hægt er að virkja umfram það sem þegar hefur verið gert“. Sendandi bendir á að rannsóknir ÍSOR sem fram fóru veturinn 2014-2015 bendi til að ekki sé unnt að auka vatnstöku á svæðinu mikið umfram sem þegar er.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi um nýtingarmögluleika vatnsbóls í Grísarárbotnum verði breytt í samræmi við athugasemd sendanda.
Athugasemd e) Sendandi tiltekur þrjá jarðstrengi og eina loftlínu sem vanti á skipulagsuppdrátt.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að dreifilínum sem sendandi tiltekur sé bætt inn á skipulagsuppdrátt.

4. erindi. Sendandi RARIK.
Athugasemd a) Sendandi bendir á að ranghermt á bls. 24 í greinargerð að tengistaður RARIK við Tjarnavirkjun verði á lóðarmörkum, heldur sé tengistaður í stöðvarhúsi virkjunarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti um tengistað Tjarnavirkjunar sé lagfærður skv. athugasemd sendanda.
Athugasemd b) Sendandi telur að þar sem getið er um samráð við Vegagerð vegna efnistöku á bls. 33 beri einnig að tilgreina RARIK sem samráðsaðila.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði ásamt Vegagerðinni tilgreint sem samráðsaðili vegna efnistöku.
Athugasemd c) Sendandi gerir athugasemd við ónákvæmt orðalag á bls. 63, þar sem talað er um að Tjarnavirkjun tengist „á 33 kV við núverandki Byggðalínu RARIK“. Hið rétta sé að Tjarnavirkjun tengist um 11 kV jarðstreng við dreifikerfi RARIK.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalag í umfjöllun um tengingu Tjarnavirkjunar verði breytt í samræmi við athugasemd sendanda.
Athugasemd d) Sendandi bendir á að á bls. 63 segi að áhersla verði lögð á að raflagnir verði jafnan meðfram vegum, en að Vegagerðin leggist almennt gegn því að raflagnir séu meðfram vegum nema aðstæður krefjist þess.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd e) Sendandi gerir athugasemd við að á bls. 63 í greinargerð segi að stefnt skuli að því að öll heimili í sveitarfélaginu hafi þriggja fasa rafmagn, en telur heppilegra að segja að öll heimili hafi aðgang að þriggja fasa rafmagni. Almenn heimilisnotkun krefjist ekki þriggja fasa rafmagns og því má ætla að margir notendur hafi ekki ávinning af þriggja fasa rafmagni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi um uppbyggingu þriggja fasa dreifikerfis raforku sé breytt í samræmi við athugasemd sendanda.

5. erindi. Sendandi Samgöngustofa
Athugasemd a) Sendandi bendir á að sveitarfélagsmörk Eyjafjarðarsveitar liggja upp að Akureyrarflugvelli, og það verði að hafa í huga vegna framkvæmda sem gætu haft áhrif á öryggismál flugvallarins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að hindrunarflötur Akureyrarfugvallar sé merktur á skipulagsuppdrátt og auk þess sé svæðið næst flugvellinum skilgreint sem hverfisverndarsvæði í skipulagstillögu, sem setji verulegar skorður við framkvæmdum á svæðinu.

6. erindi. Sendandi Skógræktin
Athugasemd a) Sendandi lýsir ánægju með áhersla sé á tengsl skógræktar og byggðar í skipulagstillögu
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við þá stefnu sem lýst er í kafla 6.4. í greinargerð tillögu að skógrækt verði ekki á brunnsvæðum og á bökkum áa og vatna. Sendandi tiltekur dæmi um hagfelld áhrif skógræktar á vatnsvernd.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til almannaréttar telur skipulagsnefnd heppilegra að ekki verði þrengt að umferð fótgangandi meðfram ár- og vatnsbökkum með skógrækt. Eins telur skipulagsnefnd æskilegt að lámarka rask og umsvif á brunnsvæðum vatnsbóla.
Athugasemd c) Sendandi leggur til að ákvæði um svæði með sérkenni og eiginleika sem skógrækt getur spillt verði umorðað svo: „Á svæðum sem hafa verðmæt sérkenni eða eiginleika s.s. vegna náttúrufars, auðlinda, útivistargildis, fornleifa eða söguminja verði öll landnotkun, þ.m.t. skógrækt, skipulögð með það að sjónarmiði að auka enn á gildi svæðisins“.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til verndargildis umræddra svæða telur skipulagsnefnd heppilegra að orðalag um skógrækt á svæðum með sérkenni á bls. 45 í greinargerð haldist óbreytt frá auglýstri tillögu.
Athugasemd d) Með tillti til ákvæða um skóga og útsýni á bls 45 (9. liður) leggur sendandi til að lögð verði áhersla á aðgengi að og bílastæði við sérstaka útsýnisstaði í sveitarfélaginu, það auki umferðaröryggi án þess að takmarka atvinnuuppbyggingu í dreifbýli.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tillti til verndargildis umræddra staða telur skipulagsnefnd heppilegra að að orðalag um skógrækt við útsýnisstaði haldist óbreytt frá auglýstri tillögu.
Athugasemd e) Sendandi leggur til að texta um gróðursetningu við raflínur á bls. 45 sé i breytt á þá leið að innan helgunarsvæðis raflína sé óheimilt að planta trjám nema í samráði við Landsnet eða RARIK.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texta um skógrækt við raflínur sé breytt í samræmi við tillögu sendanda.
Athugasemd f) Sendandi leggur til að orðalagi ákvæðis um gróður og jarðsvegseyðingu á bls. 46 verði breytt á eftirfarandi leið: „Sé þess þörf verði unnið að stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar og endurheimt landgæða, m.a. með landgræðslu og skógrækt.“
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að orðið „landgræðsla“ í núverandi orðalagi umrædds ákvæðis nái einnig til skógræktar, og að breytt orðalag skv. tillögu sendanda myndi ekki breyta merkingu ákvæðisins.
Athugasemd g) Með vísan til ákvæðis um skógereyðingu á bls. 46 í reglugerð áréttar sendandi að skv. skógræktarlögum nr. 3/1955 megi engum skógi eyða án samþykkis Skógræktarinnar og óskar sendandi eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið þegar slík mál koma upp.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd h) Sendandi bendir á að tafla yfir skógræktarsvæði á bls. 46-47 í greinargerði gefi ekki rétta mynd af stöðu og stærð skógræktarsvæða í Eyjafjarðarsveit. Sendandi fer fram á að upplýsingarnar verði uppfærðar í samráði við skógræktarráðgjafa Skógrækarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að upplýsingar um stöðu og stærð skógræktarsvæða í sveitarfélaginu verði uppfærðar skv. tillögu sendanda.
Athugasemd i) Sendandi bendir á greinargerð sem Brynjar Skúlason, sérfræðingur á rannsóknasviði
Skógræktarinnar, vann fyrir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar á vormánuðum 2018. Þar eru stigin fyrstu skrefin í að skoða helstu sóknarfæri varðandi það að draga úr losun og auka bindingu kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar

7. erindi. Sendandi Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar
Athugasemd a) Sendandi bendir á að jarðstrengur verði ekki lengri en þörf krefur vegna flugöryggis og skerði því ekki möguleika annarra sveitarfélaga til lagningar jarðstrengja meira en þarf.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að mikið samráð hafi átt sér stað við Landsnet undanfarin misseri, bæði með beinum samskiptum og á vettvangi starfshóps um Hólasandslínu 3, og að lega jarðstrengs í auglýstri skipulagstillögu sé í samræmi við jarðstrengsvalkost í tillögu að matsáætlun Landsnets vegna framkvæmdarinnar. Skipulagsnefnd bendir á að umfang jarðstrengskafla Hólasandslínu 3 í auglýstri skipulagstillög sé ákvarðað með hliðsjón af viðmiðum sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sbr. þingsályktun nr. 11/144, þar á meðal hindrunarfleti Akureyrarflugvallar.

8. erindi. Sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd a) Með vísan til umfjöllunar í umhverfisskýrslu um færslu Eyjafjarðarbrautar vestari á bls. bendir Umhverfisstofnun á að áhrifum færslu á árbakka Eyjafjarðarár er ekki lýst, auk þess sem jákvæðra áhrifa núllkosts sé ekki getið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur ekki að umrædd sjónarmið hafi slíkt vægi í ákvarðanatöku um flutning Eyjafjarðarbrautar að þarft sé að tíunda þau í umhverfisskýrslu.
Athugasemd b) Sendandi vísar í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um þar sem segir að áhersla skuli lögð á að almenningur eigi greiða aðkomu að ár- og vatnsbökkum, og leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að undirgöng séu lögð undir núverandi Eyjafjaðrarbraut frekar en að hliðra brautinni til austurs.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til hárrar grunnvatnsstöðu á svæðinu og til þess að undirgöng myndu að líkindu einungis gagnast sínu nánasta nágrenni fremur en öllu þéttbýlinu telur skipulagsnefnd svo veigamikla ágalla á tillögu um undirgöng að ekki sé tilefni til að bæta tillögunni við valkostagreiningu í umhverfisskýrslu.
Athugasemd c) Sendandi telur að ekki sé hægt að kalla svæðið frá Miðbraut að Stokkahlöðum þéttbýli og því sé færsla Eyjafjarðarbrautar norðan Miðbrautar í dreifbýli og megi því bíða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að núverandi lega Eyjafjarðarbrautar frá Miðbraut sé óheppileg með tilliti til umferðaröryggis á vegkaflanum og landnýtingar meðfram honum, og því skuli lega Eyjafjarðarbrautar haldast óbreytt frá auglýstri skipulagtillögu.
Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að í kafla 9.9 sé vísað til óshólma Eyjafjarðarár sem friðlands og vísar í skilgreiningu á hugtakinu á heimasíðu stofnunarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi í umfjöllun um óshólma Eyjafjaðrarár sé breytt þannig að ekki sé vísað til þess sem „friðlands“.
Athugasemd e) Sendandi bendir á að við áætlanir um búgarðabyggðir í Eyjafjarðarsveit þurfi að hafa áherslur um hagkvæmt byggðarmynstur, sem fjallað er um á bls. 79 í svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, í huga.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið um að nýja íbúðarbyggð þurfi að skipuleggja með tilliti til hagkværa samgangna og þjónustu, og mun við deiliskipulagsgerð hafa hliðsjón af ákvæðum svæðisskipulags Eyjafjarðar í því samhengi.

9. erindi. Sendandi Veðurstofa Íslands
Athugasemd a) Sendandi leggur til að mynd 3 í kafla 2.3 í forsenduskýrslu verði felld út en í staðin verði sýndar sex vindrósir sem fylgja erindi sendanda.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mynd 3 í kafla 2.3 í forsenduskýrslu verði felld út en í stað hennar komi sex vindrósir sem fylgja erindi sendanda.
Athugasemd b) Sendandi leggur fram tillögu um stytt og einfaldað orðalag umfjöllunar um jarðskjálftaáraun í kafla 2.5 í forsenduskýrslu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kafla 2.5 um jarðskjálfta í forsenduskýrslu sé breytt í samræmi við tillögu sendanda.

10. erindi. Sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi fer fram á að fimm tilteknum efnistökustöðum sé bætt við skipulagstillögu með tilliti til efnisþarfar vegna vegagerðar. Seinna barst erindi frá Vegagerðinni þar sem upplýst var að þrír af þessum fimm efnistökustöðum myndu ekki gagnast stofnuninni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að með tilliti til efnisþarfar vegna vegagerðar sé námum við Æsustaði og Möðruvelli bætt inn á skipulag skv. erindi sendanda, að höfðu samráði við landeigendur.
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að Miðbraut og Eyjafjaðarbraut mætist undir óæskilega hvössu horni á uppdrætti í auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að líta beri á skipulagsuppdrátt sem stefnumótun en ekki deilihönnun þeirra mannvirkja sem þar koma fram, og því telur nefndin ekki þörf á að skilgreina umrædd vegamót á ítarlegri hátt en þegar er gert. Hönnun vegtengingar milli Miðbrautar og Eyjafjarðarbrautar verður unnin af Vegagerðinni og því munu það koma í hlut sendanda sjálfs að framfylgja þeim öryggissjónarmiðum sem vísað er til í umsögn.
Athugasemd c) Sendandi vísar til þess að í greinargerð skipulagstillögu segi að tillaga að aðalskipulagi hafi verið auglýst í lok árs 2017, og átelur að sendandi hafi ekki fengið tillöguna til umsagnar þá.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að fulltrúar sveitarfélagsins hafi fundað með Vegagerðinni vegna skipulagstillögu í júní 2017 líkt og fram kemur í kafla 1.3 í greinargerð tillögunnar. Ennfremur bendir skipulagsnefnd á að kynning á skipulagstillögu á vinnslustigi hafi farið fram 28. nóvember 2017, auk þess sem tillagan var aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins 24. nóvember til 12. desember. Ekki var um að ræða auglýsingu skipulagstillögu skv. 31 gr. skipulagslaga heldur kynningu á tillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30 gr. sömu laga, og var að kynningu og auglýsingu hennar staðið líkt og kveður á um í gr. 4.6.1 skipulagsgreinargerðar nr. 90/2013.

11. erindi. Sendandi Guðmundur Jón Guðmundsson
Athugasemd a) Sendandi fer fram á að vatnsbólið að Holtseli sé fellt út af skipulagi, með vísan til íþyngjndi kvaða sem fylgja því að hafa það inni. Sendandi telur að ekki séu fyrir hendi skýrar reglur varðandi merkingu og umgengni um vatnsból af þessu tagi og lætur í ljós efasemdir um réttmæti þess að sveitarstjórn skilgreini vatnsból í einkalandi að eigin frumkvæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vatnsbólið í Holtseli sé fellt út af skipulagi skv. beiðni landeiganda.

12. erindi. Sendandi Jón Bergur Arason
Athugasemd a) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS5 liggi um land sitt, og tiltekur truflun sem opin reiðleið myndi valda golfiðkendum, fallhættu vegna árgils og ónæði sem umferð ríðanda manna í stórum stíl myndi valda í frístundahverfi sem sem skilgreint er við reiðleiðina í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (SL4) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar.
Athugasemd b) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS5 sé skilgreind meðfram kornrækt og malarvinnslusvæði sendanda vestan Eyjafjarðarbrautar eystri, og getur þess að þegar hafi orðið tjón á kornrækt vegna umferðar ríðandi manna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (SL4) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar.
Athugasemd c) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS8 sé skilgreind gegnum land sitt meðfram hitaveitulögn. Sendandi tiltekur að umferð hrossa vegna reiðleiðrarinnar hafi spillt fyrir sér kornrækt og ekki hafi verið hægt að treysta því að girðingar meðfram reiðleið séu áræðanlegar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (HL2) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar.
Athugasemd d) Sendandi telur að nytjar af landeign sinni hafi skerðst vegna fjallskilaréttar, vegalagningar gegnum jörðina, hitaveitulagnar yfir jörðina og íbúðarbyggðar á aðliggjandi jörð. Sendandi vísar til meðalhófsreglu og krefst þess að ekki verði gengið á hans hlut frekar en orðið er, heldur verði reiðleiðum RS5 og RS8 fundin önnur lega en fram kemur í auglýstri skipulagstillögu. Sendandi nefnir mögulegar leiðir í landi Öngulsstaða, Garðs, Höskuldsstaða og Þverár ytri sem hægt væri að nýta í stað reiðleiða í landi Þverár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merktar reiðleiðir þar sem um ræðir (SL og HL2) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðanna fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu þeirra.

13. erindi. Sendandi Pétur Karlsson
Athugasemd a) Sendandi bendir á að ákvæði um íbúðarsvæði ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16, þar sem segir að fjöldi íbúða á hverju svæði verði ekki meiri en 15, eigi sér ekki fordæmi annarsstaðar í sveitarfélaginu. Sendandi fer fram á að ákvæðinu sé breytt á þann hátt að tilgreindur hámarksfjöldi eigi við hvern íbúðarklasa innan íbúðarsvæðanna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir að orðalag sérákvæðis um byggingarheimildir á íbúðarsvæðum ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 sé óljóst og felur skipulagsráðgjafa að umorða ákvæðið þannig að merking þess sé skýr.
Athugasemd b) Sendandi mótmælir sérákvæði um íbúðarsvæði ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 þar sem segir „Fráveita skal tengjast hreinsistöð sem áætlað er að reisa undir brekkum neðan þjóðvegar 1“. Sendandi telur að ákvæðið geti ekki átt við fyrr en búið er að reisa umrædda hreinsinstöð og þangað til hljóti byggð á umræddum íbúðarsvæðum að lúta sömu reglum og aðrir byggðarkjarnar í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi sérákvæðis um fráveitu íbúðarsvæða ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 verði breytt, þannig að þar segi framvegis að fráveita af umræddum svæðum geti tengst hreinsistöð þegar hún verður byggð.
Athugasemd c) Sendandi bendir á að á skipulagsuppdrætti auglýstrar tillögu séu breytingar á landnotkun í landi Kotru frá fyrri útgáfu. Sendandi bendir á að fyrir ofan tvo stærstu byggingarreitina á svæðum ÍB13 séu rýrir og blautir móar, sem í gildandi aðalskipulagi séu skilgreindir sem óbyggt svæði. Í auglýstri skipulagstillögu sé búið er að breyta skilgreiningu landnotkun umrædds svæðist þannig að það er merkt sem landbúnaðarland. Breytingunni er andmælt þar sem engin málefnaleg rök liggja að baki henni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að svæði austan íbúðarsvæða ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 hafir fyrir mistök verið merkt sem landbúnaðarsvæði og leggur til við sveitarstjórn að skilgreining svæðisins verði leiðrétt í opið svæði í samræmi við núgildandi aðalskipulag.

14. erindi. Sendandi Sigríður Bjarnadóttir
Athugasemd a) Sendandi lýsir áformum um ferðaþjónustu í landi Hólsgerðis og Úlfár og fer fram á að þrjú verslunar- og þjónustusvæði séu skilgreind í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Sendandi lýsir áformunum annarsvegars sem tjaldsvæði með þurrsalernisaðstöðu fyrir ferðalanga á leið yfir miðhálendið, og hinsvegar umfangsmeiri gistiþjónustu þegar fram í sækir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir nánari lýsingu á áformum sendanda og fjallað verði um erindið sem breytingartillögu á aðalskipulagi.

16. erindi
Í kjölfar umræðu fyrr í skipulagsferlinu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að grafreitum að Espihóli og Möðrufelli sé bætt inn á skipulagsuppdrátt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði samþykkt með ofangreindum breytingum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50

292. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 30. ágúst 2018 og hófst hann kl. 18:00.
Fundinn sátu:Jóhannes Ævar Jónsson, formaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Vigfús Björnsson, embættismaður og Ómar Ívarsson. Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.
Dagskrá:
1.  Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004Tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 var auglýst á tímabilinu 28. maí til 9. júlí 2018 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd heldur áfram umfjöllun um umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma skipuagstillögunnar. Erindin eru afgreidd í þeirri röð sem á eftir fer. Ómar Ívarsson, skipulagsráðgjafi er viðstaddur fundinn. 3. erindi. Sendandi Norðurorka. Athugasemd a) Sendandi tiltekur sex mannvirki í dreifikerfi hitaveitu sem merkja beri á skipulagsuppdrátt. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mannvirkjum sem tiltekin eru í athugasemd sendanda sé bætt á skipulagsuppdrátt. Athugasemd b) Sendandi tiltekur aðveituæðar frá Grísarárlindum að Kristnesi og frá Kristnesi að Teigi sem vantar á skipulagsuppdrátt. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðveituæðum sem tilteknar eru í athugasemd sendanda sé bætt á skipulagsuppdrátt. Athugasemd c) Sendandi bendir á að rétt sé að tilgreina vatnsverndarsvæði ofan við Punkt og Kommu, þar sem óljóst sé um framhald þeirra. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vatnsverndarsvæðum ofan við Punkt og Kommu verði bætt á skipulagsuppdrátt. Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að staðhæft sé að í umfjöllun um vatnsból í Grísarárbotnum að „nægjanlegt vatn sem hægt er að virkja umfram það sem þegar hefur verið gert“. Sendandi bendir á að rannsóknir ÍSOR sem fram fóru veturinn 2014-2015 bendi til að ekki sé unnt að auka vatnstöku á svæðinu mikið umfram sem þegar er. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi um nýtingarmögluleika vatnsbóls í Grísarárbotnum verði breytt í samræmi við athugasemd sendanda. Athugasemd e) Sendandi tiltekur þrjá jarðstrengi og eina loftlínu sem vanti á skipulagsuppdrátt. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að dreifilínum sem sendandi tiltekur sé bætt inn á skipulagsuppdrátt. 4. erindi. Sendandi RARIK. Athugasemd a) Sendandi bendir á að ranghermt á bls. 24 í greinargerð að tengistaður RARIK við Tjarnavirkjun verði á lóðarmörkum, heldur sé tengistaður í stöðvarhúsi virkjunarinnar. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texti um tengistað Tjarnavirkjunar sé lagfærður skv. athugasemd sendanda. Athugasemd b) Sendandi telur að þar sem getið er um samráð við Vegagerð vegna efnistöku á bls. 33 beri einnig að tilgreina RARIK sem samráðsaðila. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að RARIK verði ásamt Vegagerðinni tilgreint sem samráðsaðili vegna efnistöku. Athugasemd c) Sendandi gerir athugasemd við ónákvæmt orðalag á bls. 63, þar sem talað er um að Tjarnavirkjun tengist „á 33 kV við núverandki Byggðalínu RARIK“. Hið rétta sé að Tjarnavirkjun tengist um 11 kV jarðstreng við dreifikerfi RARIK. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalag í umfjöllun um tengingu Tjarnavirkjunar verði breytt í samræmi við athugasemd sendanda. Athugasemd d) Sendandi bendir á að á bls. 63 segi að áhersla verði lögð á að raflagnir verði jafnan meðfram vegum, en að Vegagerðin leggist almennt gegn því að raflagnir séu meðfram vegum nema aðstæður krefjist þess. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar. Athugasemd e) Sendandi gerir athugasemd við að á bls. 63 í greinargerð segi að stefnt skuli að því að öll heimili í sveitarfélaginu hafi þriggja fasa rafmagn, en telur heppilegra að segja að öll heimili hafi aðgang að þriggja fasa rafmagni. Almenn heimilisnotkun krefjist ekki þriggja fasa rafmagns og því má ætla að margir notendur hafi ekki ávinning af þriggja fasa rafmagni. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi um uppbyggingu þriggja fasa dreifikerfis raforku sé breytt í samræmi við athugasemd sendanda. 5. erindi. Sendandi Samgöngustofa Athugasemd a) Sendandi bendir á að sveitarfélagsmörk Eyjafjarðarsveitar liggja upp að Akureyrarflugvelli, og það verði að hafa í huga vegna framkvæmda sem gætu haft áhrif á öryggismál flugvallarins. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að hindrunarflötur Akureyrarfugvallar sé merktur á skipulagsuppdrátt og auk þess sé svæðið næst flugvellinum skilgreint sem hverfisverndarsvæði í skipulagstillögu, sem setji verulegar skorður við framkvæmdum á svæðinu. 6. erindi. Sendandi Skógræktin Athugasemd a) Sendandi lýsir ánægju með áhersla sé á tengsl skógræktar og byggðar í skipulagstillögu Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar. Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við þá stefnu sem lýst er í kafla 6.4. í greinargerð tillögu að skógrækt verði ekki á brunnsvæðum og á bökkum áa og vatna. Sendandi tiltekur dæmi um hagfelld áhrif skógræktar á vatnsvernd. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til almannaréttar telur skipulagsnefnd heppilegra að ekki verði þrengt að umferð fótgangandi meðfram ár- og vatnsbökkum með skógrækt. Eins telur skipulagsnefnd æskilegt að lámarka rask og umsvif á brunnsvæðum vatnsbóla. Athugasemd c) Sendandi leggur til að ákvæði um svæði með sérkenni og eiginleika sem skógrækt getur spillt verði umorðað svo: „Á svæðum sem hafa verðmæt sérkenni eða eiginleika s.s. vegna náttúrufars, auðlinda, útivistargildis, fornleifa eða söguminja verði öll landnotkun, þ.m.t. skógrækt, skipulögð með það að sjónarmiði að auka enn á gildi svæðisins“. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til verndargildis umræddra svæða telur skipulagsnefnd heppilegra að orðalag um skógrækt á svæðum með sérkenni á bls. 45 í greinargerð haldist óbreytt frá auglýstri tillögu. Athugasemd d) Með tillti til ákvæða um skóga og útsýni á bls 45 (9. liður) leggur sendandi til að lögð verði áhersla á aðgengi að og bílastæði við sérstaka útsýnisstaði í sveitarfélaginu, það auki umferðaröryggi án þess að takmarka atvinnuuppbyggingu í dreifbýli. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tillti til verndargildis umræddra staða telur skipulagsnefnd heppilegra að að orðalag um skógrækt við útsýnisstaði haldist óbreytt frá auglýstri tillögu. Athugasemd e) Sendandi leggur til að texta um gróðursetningu við raflínur á bls. 45 sé i breytt á þá leið að innan helgunarsvæðis raflína sé óheimilt að plnata trjám nema í samráði við Landsnet eða RARIK. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að texta um skógrækt við raflínur sé breytt í samræmi við tillögu sendanda. Athugasemd f) Sendandi leggur til að orðalagi ákvæðis um gróður og jarðsvegseyðingu á bls. 46 verði breytt á eftirfarandi leið: „Sé þess þörf verði unnið að stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar og endurheimt landgæða, m.a. með landgræðslu og skógrækt.“ Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að orðið „landgræðsla“ í núverandi orðalagi umrædds ákvæðis nái einnig til skógræktar, og að breytt orðalag skv. tillögu sendanda myndi ekki breyta merkingu ákvæðisins. Athugasemd g) Með vísan til ákvæðis um skógereyðingu á bls. 46 í reglugerð áréttar sendandi að skv. skógræktarlögum nr. 3/1955 megi engum skógi eyða án samþykkis Skógræktarinnar og óskar sendandi eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið þegar slík mál koma upp. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar. Athugasemd h) Sendandi bendir á að tafla yfir skógræktarsvæði á bls. 46-47 í greinargerði gefi ekki rétta mynd af stöðu og stærð skógræktarsvæða í Eyjafjarðarsveit. Sendandi fer fram á að upplýsingarnar verði uppfærðar í samráði við skógræktarráðgjafa Skógrækarinnar. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að upplýsingar um stöðu og stærð skógræktarsvæða í sveitarfélaginu verði uppfærðar skv. tillögu sendanda. Athugasemd i) Sendandi bendir á greinargerð sem Brynjar Skúlason, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, vann fyrir sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar á vormánuðum 2018. Þar eru stigin fyrstu skrefin í að skoða helstu sóknarfæri varðandi það að draga úr losun og auka bindingu kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Gefur ekki tilefni til bókunar 7. erindi. Sendandi Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar Athugasemd a) Sendandi bendir á að jarðstrengur verði ekki lengri en þörf krefur vegna flugöryggis og skerði því ekki möguleika annarra sveitarfélaga til lagningar jarðstrengja meira en þarf. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að mikið samráð hafi átt sér stað við Landsnet undanfarin misseri, bæði með beinum samskiptum og á vettvangi starfshóps um Hólasandslínu 3, og að lega jarðstrengs í auglýstri skipulagstillögu sé í samræmi við jarðstrengsvalkost í tillögu að matsáætlun Landsnets vegna framkvæmdarinnar. Skipulagsnefnd bendir á að umfang jarðstrengskafla Hólasandslínu 3 í auglýstri skipulagstillög sé ákvarðað með hliðsjón af viðmiðum sem tilgreind eru í stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sbr. þingsályktun nr. 11/144, þar á meðal hindrunarfleti Akureyrarflugvallar. 8. erindi. Sendandi Umhverfisstofnun Athugasemd a) Með vísan til umfjöllunar í umhverfisskýrslu um færslu Eyjafjarðarbrautar vestari á bls. bendir Umhverfisstofnun á að áhrifum færslu á árbakka Eyjafjarðarár er ekki lýst, auk þess sem jákvæðra áhrifa núllkosts sé ekki getið. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur ekki að umrædd sjónarmið hafi slíkt vægi í ákvarðanatöku um flutning Eyjafjarðarbrautar að þarft sé að tíunda þau í umhverfisskýrslu. Athugasemd b) Sendandi vísar í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um þar sem segir að áhersla skuli lögð á að almenningur eigi greiða aðkomu að ár- og vatnsbökkum, og leggur til að sá möguleiki verði skoðaður að undirgöng séu lögð undir núverandi Eyjafjaðrarbraut frekar en að hliðra brautinni til austurs. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Með tilliti til hárrar grunnvatnsstöðu á svæðinu og til þess að undirgöng myndu að líkindu einungis gagnast sínu nánasta nágrenni fremur en öllu þéttbýlinu telur skipulagsnefnd svo veigamikla ágalla á tillögu um undirgöng að ekki sé tilefni til að bæta tillögunni við valkostagreiningu í umhverfisskýrslu. Athugasemd c) Sendandi telur að ekki sé hægt að kalla svæðið frá Miðbraut að Stokkahlöðum þéttbýli og því sé færsla Eyjafjarðarbrautar norðan Miðbrautar í dreifbýli og megi því bíða. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að núverandi lega Eyjafjarðarbrautar frá Miðbraut sé óheppileg með tilliti til umferðaröryggis á vegkaflanum og landnýtingar meðfram honum, og því skuli lega Eyjafjarðarbrautar haldast óbreytt frá auglýstri skipulagtillögu. Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að í kafla 9.9 sé vísað til óshólma Eyjafjarðarár sem friðlands og vísar í skilgreiningu á hugtakinu á heimasíðu stofnunarinnar. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi í umfjöllun um óshólma Eyjafjaðrarár sé breytt þannig að ekki sé vísað til þess sem „friðlands“. Athugasemd e) Sendandi bendir á að við áætlanir um búgarðabyggðir í Eyjafjarðarsveit þurfi að hafa áherslur um hagkvæmt byggðarmynstur, sem fjallað er um á bls. 79 í svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, í huga. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið um að nýja íbúðarbyggð þurfi að skipuleggja með tilliti til hagkværa samgangna og þjónustu, og mun við deiliskipulagsgerð hafa hliðsjón af ákvæðum svæðisskipulags Eyjafjarðar í því samhengi. 9. erindi. Sendandi Veðurstofa Íslands Athugasemd a) Sendandi leggur til að mynd 3 í kafla 2.3 í forsenduskýrslu verði felld út en í staðin verði sýndar sex vindrósir sem fylgja erindi sendanda. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mynd 3 í kafla 2.3 í forsenduskýrslu verði felld út en í stað hennar komi sex vindrósir sem fylgja erindi sendanda. Athugasemd b) Sendandi leggur fram tillögu um stytt og einfaldað orðalag umfjöllunar um jarðskjálftaáraun í kafla 2.5 í forsenduskýrslu. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kafla 2.5 um jarðskjálfta í forsenduskýrslu sé breytt í samræmi við tillögu sendanda. 10. erindi. Sendandi Vegagerðin Athugasemd a) Sendandi fer fram á að fimm tilteknum efnistökustöðum sé bætt við skipulagstillögu með tilliti til efnisþarfar vegna vegagerðar. Seinna barst erindi frá Vegagerðinni þar sem upplýst var að þrír af þessum fimm efnistökustöðum myndu ekki gagnast stofnuninni. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að með tilliti til efnisþarfar vegna vegagerðar sé námum við Æsustaði og Möðruvelli bætt inn á skipulag skv. erindi sendanda, að höfðu samráði við landeigendur. Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við að Miðbraut og Eyjafjaðarbraut mætist undir óæskilega hvössu horni á uppdrætti í auglýstri skipulagstillögu. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að líta beri á skipulagsuppdrátt sem stefnumótun en ekki deilihönnun þeirra mannvirkja sem þar koma fram, og því telur nefndin ekki þörf á að skilgreina umrædd vegamót á ítarlegri hátt en þegar er gert. Hönnun vegtengingar milli Miðbrautar og Eyjafjarðarbrautar verður unnin af Vegagerðinni og því munu það koma í hlut sendanda sjálfs að framfylgja þeim öryggissjónarmiðum sem vísað er til í umsögn. Athugasemd c) Sendandi vísar til þess að í greinargerð skipulagstillögu segi að tillaga að aðalskipulagi hafi verið auglýst í lok árs 2017, og átelur að sendandi hafi ekki fengið tillöguna til umsagnar þá. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að fulltrúar sveitarfélagsins hafi fundað með Vegagerðinni vegna skipulagstillögu í júní 2017 líkt og fram kemur í kafla 1.3 í greinargerð tillögunnar. Ennfremur bendir skipulagsnefnd á að kynning á skipulagstillögu á vinnslustigi hafi farið fram 28. nóvember 2017, auk þess sem tillagan var aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins 24. nóvember til 12. desember. Ekki var um að ræða auglýsingu skipulagstillögu skv. 31 gr. skipulagslaga heldur kynningu á tillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30 gr. sömu laga, og var að kynningu og auglýsingu hennar staðið líkt og kveður á um í gr. 4.6.1 skipulagsgreinargerðar nr. 90/2013. 11. erindi. Sendandi Guðmundur Jón Guðmundsson Athugasemd a) Sendandi fer fram á að vatnsbólið að Holtseli sé fellt út af skipulagi, með vísan til íþyngjndi kvaða sem fylgja því að hafa það inni. Sendandi telur að ekki séu fyrir hendi skýrar reglur varðandi merkingu og umgengni um vatnsból af þessu tagi og lætur í ljós efasemdir um réttmæti þess að sveitarstjórn skilgreini vatnsból í einkalandi að eigin frumkvæði. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vatnsbólið í Holtseli sé fellt út af skipulagi skv. beiðni landeiganda. 12. erindi. Sendandi Jón Bergur Arason Athugasemd a) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS5 liggi um land sitt, og tiltekur truflun sem opin reiðleið myndi valda golfiðkendum, fallhættu vegna árgils og ónæði sem umferð ríðanda manna í stórum stíl myndi valda í frístundahverfi sem sem skilgreint er við reiðleiðina í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (SL4) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar. Athugasemd b) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS5 sé skilgreind meðfram kornrækt og malarvinnslusvæði sendanda vestan Eyjafjarðarbrautar eystri, og getur þess að þegar hafi orðið tjón á kornrækt vegna umferðar ríðandi manna. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (SL4) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar. Athugasemd c) Sendandi mótmælir því að reiðleið RS8 sé skilgreind gegnum land sitt meðfram hitaveitulögn. Sendandi tiltekur að umferð hrossa vegna reiðleiðrarinnar hafi spillt fyrir sér kornrækt og ekki hafi verið hægt að treysta því að girðingar meðfram reiðleið séu áræðanlegar. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merkt reiðleið þar sem um ræðir (HL2) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðarinnar fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu reiðleiðarinnar. Athugasemd d) Sendandi telur að nytjar af landeign sinni hafi skerðst vegna fjallskilaréttar, vegalagningar gegnum jörðina, hitaveitulagnar yfir jörðina og íbúðarbyggðar á aðliggjandi jörð. Sendandi vísar til meðalhófsreglu og krefst þess að ekki verði gengið á hans hlut frekar en orðið er, heldur verði reiðleiðum RS5 og RS8 fundin önnur lega en fram kemur í auglýstri skipulagstillögu. Sendandi nefnir mögulegar leiðir í landi Öngulsstaða, Garðs, Höskuldsstaða og Þverár ytri sem hægt væri að nýta í stað reiðleiða í landi Þverár. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins sé nú þegar merktar reiðleiðir þar sem um ræðir (SL og HL2) og því sé ekki um nýja skipulagsheimild að ræða. Ekki sé hægt að breyta núgildandi legu reiðleiðanna fyrr en samkomulag hefur náðst um nýja legu þeirra. 13. erindi. Sendandi Pétur Karlsson Athugasemd a) Sendandi bendir á að ákvæði um íbúðarsvæði ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16, þar sem segir að fjöldi íbúða á hverju svæði verði ekki meiri en 15, eigi sér ekki fordæmi annarsstaðar í sveitarfélaginu. Sendandi fer fram á að ákvæðinu sé breytt á þann hátt að tilgreindur hámarksfjöldi eigi við hvern íbúðarklasa innan íbúðarsvæðanna. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd tekur undir að orðalag sérákvæðis um byggingarheimildir á íbúðarsvæðum ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 sé óljóst og felur skipulagsráðgjafa að umorða ákvæðið þannig að merking þess sé skýr. Athugasemd b) Sendandi mótmælir sérákvæði um íbúðarsvæði ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 þar sem segir „Fráveita skal tengjast hreinsistöð sem áætlað er að reisa undir brekkum neðan þjóðvegar 1“. Sendandi telur að ákvæðið geti ekki átt við fyrr en búið er að reisa umrædda hreinsinstöð og þangað til hljóti byggð á umræddum íbúðarsvæðum að lúta sömu reglum og aðrir byggðarkjarnar í sveitarfélaginu. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalagi sérákvæðis um fráveitu íbúðarsvæða ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 verði breytt, þannig að þar segi framvegis að fráveita af umræddum svæðum geti tengst hreinsistöð þegar hún verður byggð. Athugasemd c) Sendandi bendir á að á skipulagsuppdrætti auglýstrar tillögu séu breytingar á landnotkun í landi Kotru frá fyrri útgáfu. Sendandi bendir á að fyrir ofan tvo stærstu byggingarreitina á svæðum ÍB13 séu rýrir og blautir móar, sem í gildandi aðalskipulagi séu skilgreindir sem óbyggt svæði. Í auglýstri skipulagstillögu sé búið er að breyta skilgreiningu landnotkun umrædds svæðist þannig að það er merkt sem landbúnaðarland. Breytingunni er andmælt þar sem engin málefnaleg rök liggja að baki henni. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd telur að svæði austan íbúðarsvæða ÍB12, ÍB13, ÍB14 og ÍB16 hafir fyrir mistök verið merkt sem landbúnaðarsvæði og leggur til við sveitarstjórn að skilgreining svæðisins verði leiðrétt í opið svæði í samræmi við núgildandi aðalskipulag. 14. erindi. Sendandi Sigríður Bjarnadóttir Athugasemd a) Sendandi lýsir áformum um ferðaþjónustu í landi Hólsgerðis og Úlfár og fer fram á að þrjú verslunar- og þjónustusvæði séu skilgreind í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Sendandi lýsir áformunum annarsvegars sem tjaldsvæði með þurrsalernisaðstöðu fyrir ferðalanga á leið yfir miðhálendið, og hinsvegar umfangsmeiri gistiþjónustu þegar fram í sækir. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir nánari lýsingu á áformum sendanda og fjallað verði um erindið sem breytingartillögu á aðalskipulagi. 16. erindi Í kjölfar umræðu fyrr í skipulagsferlinu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að grafreitum að Espihóli og Möðrufelli sé bætt inn á skipulagsuppdrátt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 verði samþykkt með ofangreindum breytingum.  
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?