Skipulagsnefnd

295. fundur 16. október 2018 kl. 08:07 - 08:07 Eldri-fundur

295. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. október 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, formaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurgeir B Hreinsson, aðalmaður, Vigfús Björnsson, embættismaður og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna Silva hráfæði ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - 1805006
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti.

2. Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar - 1608005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Tjarnavirkjun ehf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna byggingar 1 MW vatnsaflsvirkjunar í Eyjafjarðará. Framkvæmdin telst vera B-framkvæmd skv. lið 3.22 í 2. viðauka reglugerðar um umhverfismat nr. 660/2015 og liggur úrskurður Skipulagsstofnunar þess efnis að framkvæmdin skuli ekki undirgangast umhverfismat fyrir fundinum. Leyfi Fiskistofu til mannvirkjagerðar í fiskvegum skv. 33. gr. laga nr. 61/2006 hefur borist sveitarfélaginu. Leyfi Minjastofnunar til að leggja þrýstipípu gegnum túngarð í heimatúni Tjarna hefur einnig borist sveitarfélaginu. Breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna framkvæmdarinnar hefur tekið gildi og heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa deiliskipulag í B-deild stjórnartíðinda liggur fyrir. Stöðvarhús og inntaksstífla virkjunarinnar eru háð byggingarleyfi og því tekur framkvæmdaleyfi ekki til þeirra mannvirkja.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin sé samþykkt og gefið sé út framkvæmdaleyfi, enda liggi fyrir staðfesting á samningi framkvæmdaaðila við alla hlutaðeigandi landeigendur og auglýsing deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

3. 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir. - 1607013
Gefur ekki tilefni til bókunar.

4. Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi - 1706026
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - 1609004
Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni þar sem farið er fram á tilteknar efnistökuheimildir sem bætt verður við í nýju aðalskipulagi í landi Æsustaða, Kolgrímastaða, Ness, Möðruvalla og Hleiðargarðs.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði fyrir 15.000 rúmmetra efnistöku í hverri af námumun fimm, enda sé sjónrænum áhrifum framkvæmda stillt í hóf með því móti.

6. Arnarholt deiliskipulag - 1810018
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna um málið og frestar afgreiðslu þess.

7. Umferðamál - 1809030
Sveitarstjóra er falið að áætla umfang vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar.

8. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands - 1711002
Vinna við upplýsingaöflun vegna erindisins stendur yfir. Afgreiðslu erindisins er frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:06

Getum við bætt efni síðunnar?