Skipulagsnefnd

297. fundur 04. desember 2018 kl. 08:27 - 08:27 Eldri-fundur

297. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 26. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson embættismaður.

Dagskrá:

1. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands - 1711002
Að beiðni nefndarinnar mætti á fundinn Ólafur Rúnar Ólafsson, lögmaður, og gerði grein fyrir mati sínu á málsatvikum.
Þrátt fyrir ákvæði í deiliskipulagi um tengingu frá Eyrarlandi um íbúðahverfið í Brúnahlíð við vegakerfi sveitarinnar, telur skipulagsnefnd, að gegn andmælum hverfisfélagsins í Brúnahlíð við erindi umsækjenda, að nefndin geti ekki orðið við erindinu. Ákvæði í skipulagsskilmálum verður ekki jafnað til samnings milli landeigenda í Brúnahlíð og Eyrarlandi um vegtenginguna. Þá telur nefndin að sjónarmið umsækjenda um önnur atriði skapi þeim ekki sjálfstæðan rétt sem heimili þeim að tengjast einkavegi í Brúnahlíðarhverfi með framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu. Með vísan til þess og gagna málsins leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað.

2. Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna - 1809034
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa, greinargerð og uppdráttur dags. 22. nóv. 2018. Tillagan hefur verið uppfærð skv. afgreiðslu skipulagsnefndar á athugasemdum sem bárust vegna skipulagslýsingar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt í lögbundið kynningarferli skv. gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð og að boðað verði til kynningarfundar í vikunni 3. - 7. desember n.k..
Sigurgeir Hreinsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

3. Stígakerfi Akureyrar - beiðni um umsögn - 1811025
Fyrir fundinum liggur umsagnarbeiðni Akureyrarbæjar vegna skipulagslýsingar fyrir stígakerfi Akureyrar í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd bendir á að gæta þurfi samræmis við skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga hvað reiðleiðir áhrærir. Einnig bendir skipulagsnefnd á mikilvægi vegtengingar yfir gömlu brýrnar með tilliti til útivistar og útreiða.

4. Þórustaðir - Ósk um nafn á nýbyggingu - 1811024
Fyrir fundinum liggur erindi frá Helga Örlygssyni þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórnar við nafngiftinni "Sjöan" á íbúðahús sem hann er með í smíðum í landi Þórustaða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Háaborg - Ósk um nafnabreytingu á lóð - 1811026
Fyrir fundinum liggur erindi frá Bryndísi Símonardóttur þar sem óskað er samþykkis sveitarstjórar við nafngiftinni "Herðubreið" á íbúðarhúsalóð sem skipt verður úr landi Háuborgar. Sveitarstjórn hafði áður samþykkt nafnið Háaborg II á lóðina.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:55

Getum við bætt efni síðunnar?