Skipulagsnefnd

298. fundur 04. desember 2018 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

298. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 3. desember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jóhannes Ævar Jónsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurgeir B Hreinsson, Vigfús Björnsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson em.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2019 - Skipulagsnefnd - 1810042
Nefndin fjallar um tillögu að fjárhagsáætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2019. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan sé samþykkt.
Stefán Árnason sat fund nefndarinnar við umfjöllun þessa dagskrárliðar.

2. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035
Hólasandslína - umsögn
Nefndin fjallar um frummatsskýrslu Landsnet venga Hólasandslínu 3 ásamt meðfylgjandi kortahefti.
Nefndin felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að skrifa umsögn á grundvelli umræðna á fundinum.
Jón Stefánsson, fulltrúi sveitarfélagsins í framkvæmdaráði Hólasandslínu, sat fund nefndarinnar við umræðu þessa dagskrárliðar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?