Skipulagsnefnd

327. fundur 04. maí 2020 kl. 15:00 - 15:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurgeir B Hreinsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Hólasandslína 3 - efnistökusvæði í landi Kaupangs - 2004020
Landsnet óskar eftir að efnistökusvæði í landi Kaupangs á Bíldsárskarði verði bætt við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Alls yrði heimilt að taka 30.000 rúmmetra af efni sem nýtt yrði til lagningar Hólasandslínu 3, en línan er þegar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Landsnet upplýsir að landeigendur séu því samþykkir að efnistaka fari fram á umræddum stað. Erindinu fylgir uppdráttur þar sem staðsetning efnistökusvæðisins og landamerki Kaupangs koma fram.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir samþykki landeigenda við því að efnistökusvæðinu sé bætt við skipulag.
Samþykkt

2. Brúnir - nafnabreyting - 2004021
Jón Elvar Hjörleifsson óskar fyrir hönd Hrafnagils ehf. eftir samþykki sveitarstjórnar við því að landeignin Brúnir (L152581) heiti framvegis Brúnir 2. Samhliða þessu óskar Einar Gíslason eftir því að landeignin Brúnir lóð (L176493) heiti framvegis Brúnir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda liggi fyrir beiðni frá landeiganda um nafnabreytingu.
Samþykkt

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45

Getum við bætt efni síðunnar?