Skipulagsnefnd

354. fundur 18. október 2021 kl. 08:00 - 08:45 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

1. Heiðin ehf. og Gunnlaugur Þráinsson - Deiliskipulag á jörðinni Brúarlandi - 2110014
Heiðin ehf. óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að breyta deiliskipulagi Brúarlands þannig að byggja megi 17 ný íbúðarhús á óbyggðu svæði við Brúarland. Svæðið er innan marka svæðis ÍB15 í aðalskipulagi og á hluta svæðisins er í gildi deiliskipulag fyrir alls 5 íbúðarlóðir. Í erindinu felst að gildandi skipulag verði fellt niður og að nýjar lóðir verði á bilinu 700-800 fm.
Skipulagsnefnd bendir á að fjöldi lóða skv. tillögu málshefjanda fer fram úr byggingarheimildum gildandi aðalskipulags, en um 5 lóðum er óráðstafað af heimildum svæðis ÍB15 í dag. Skipulagsnefnd bendir einnig á að tillagan samræmist ekki skilmálum aðalskipulags um að 15 m séu á milli byggingarreita á svæðinu. Ennfremur telur skipulagsnefnd að tillaga málshefjanda stingi í stúf við byggðarmynstur íbúðarsvæða í nágrenninu sem þegar eru byggð, en þar eru lóðir jafnan á bilinu u.þ.b. 1300-1800 fm á stærð. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé fallist á erindið.

2. Kristján V. Vilhelmsson - Umsókn um leyfi fyrir byggingu á Hólshúsum - 2110020
Kristján V. Vilhelmsson sækir um byggingarreit fyrir 1606 fm reiðskemmu í landi Hólshúsa I og hesthús auk viðbyggingar við skemmu í landi Hólshúsa I. Erindinu fylgja uppdrættir frá AVH dags. 2021-08-23.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til að heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við málið og að erindið teljist samþykkt ef ekki berist andmæli á grenndarkynningartímabili.

3. Grísará efnistaka - framlenging á framkvæmdaleyfi frá 2020 - 2110003
Nefndin heldur áfram umfjöllun um beiðni um framlengingu á framkvæmdaleyfi til töku alls 10.000 rúmmetra af efni af efnistökusvæði E24 í landi Grísarár sem veitt var 2. desember 2019, en afgreiðslu erindisins var frestað á 344. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?