Skipulagsnefnd

364. fundur 21. mars 2022 kl. 08:00 - 09:30 f
Nefndarmenn
  • Jóhannes Ævar Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð - 2202004
Fyrir fundinum liggur erindi frá Biskupsstofu þar sem óskað er eftir stofnun lóðar undir fyrrum prestsbústað á Syðra-Laugalandi. Með erindinu fylgir lóðaruppdráttur sem aðlagaður hefur verið að hluta athugasemda sem fram komu við umfjöllun um sama mál á 360. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að bílskúr austan lóðar sé ekki nýtanlegur skv. tillögu að lóðarmörkum auk þess sem lóðarmörk sunnan húss séu svo nærri húsinu að ekki er hægt að grisja tré sem skyggja á glugga hússins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

2. Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 - 2109022
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing fyrir deiliskipulag frístundabyggðar á landeigninni Samkomugerði 1 landspilda 1 (L219167) ásamt tilheyrandi breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Lýsingin gerir ráð fyrir þremur frístundahúsum á landeigninni og er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2022-03-03.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. Eyrarland - Deiliskipulag - 2109031
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar á íbúðarsvæði ÍB14 í landi Eyrarlands. Lýsingin er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2022-03-17.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni verði vísað í kynningarferli skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Leifsstaðir ÍB15 - deiliskipulag lóðar L208303 - 2203020
Fyrir fundinum liggur tillöguteikning vegna deiliskipulags lóðarinnar Leifsstaðir land L208303. Teikningin gerir ráð fyrir einu einbýlishúsi og er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2022-03-16. Teikningin er sett fram í framhaldi af afgreiðslu skipulagsnefnar á erindi Karls Karlssonar vegna kynningar skipulagslýsingar vegna deiliskipulags íbúðarsvæðis ÍB15 í landi Brúarlands.
Skipulagsnefnd bendir á að tillöguteikningin gerir ráð fyrir að aðlægu landi sé rástafað undir hús á lóð L208303 og eru áformin því háð samþykki eiganda viðkomandi lands. Ennfremur bendir skipulagsnefnd á að tillagan er háð undanþágu ráðherra frá fjarlægðarkröfu skipulagsreglugerðar frá tengivegi. Loks bendir skipulagsnefnd á að samráð þarf að hafa við Vegagerðina um vegtengingu lóðar L208303. Að því gefnu að eigandi Brúarlands samþykki þennan ráðahag kallar skipulagsnefnd eftir að lóð L208303 verði felld inn í skipulagstillögu sem í vinnslu er vegna íbúðarsvæðis ÍB15 í landi Brúarlands.

5. Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis - 2103021
Nefndin fjallar um flokkun landbúnaðarlands skv. reglum landbúnaðarráðuneytis þar að lútandi frá 2021. Fyrir liggja nánari upplýsingar um flokkunarverkefni sem fram hafa farið annarsstaðar á landinu til þessa.
Skipulagsnefnd telur heppilegt að aflað sé fleiri tilboða í ráðgjöf vegna flokkunar landbúnaðarlands til samanburðar við það sem þegar liggur fyrir.

6. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndin fjallar um umferðaröryggisáætlun sem í vinnslu er fyrir sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að senda drög að umferðaröryggisáætlun til Lögreglunnar og Vegagerðarinnar til umsagnar.

7. Húsnæðisáætlun 2022 - 2203010
Nefndin fjallar um húsnæðisáætlun sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið.
Skipulagsnefnd telur að uppfæra þurfi tölulegar forsendur skýrslunnar og frestar afgreiðslu málsins.

8. Eyjafjarðarbraut vestri - Skráning landeignar undir vegsvæði 2022 - 2203015
Vegagerðin sækir um samþykki sveitarstjórnar við skráningu lóðar undir vegstæði nýrrar Eyjafjarðarbrautar vestri í landi Hrafnagils.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

9. Endurheimt gróðurlendis v Hólasandslínu - 2022 - 2203005
Fyrir fundinum liggur erindi frá Landsneti þess efnis að endurheimt gróðurlendis vegna lagningar Hólasandslínu 3 fari fram í Stóru Tungu í Bárðardal.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við áformin.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?