Skipulagsnefnd

384. fundur 27. febrúar 2023 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1. Finnastaðaá - umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku 2023 - 2302010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Teigi ehf. þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi til efnistöku við Finnastaðaá.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að leyfi verði veitt til efnistöku allt að 25000 m3 á efnistökusvæði 17. Framkvæmdarleyfið verður ekki veitt fyrr en jákvæð umsögn hefur borist frá Fiskistofu.
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við tilmæli Fiskifræðings. Fjarðlægð efnistöku frá vegi þarf að ákveða í samráði við Vegagerðina.

2. Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið - 2301010
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhanni Jóhannessyni eiganda Stóra-Hamars 1, L152778, þar sem hann óskar eftir að gera nýja heimreið heim að bænum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt enda sé tekið tillit til ábendinga Vegagerðarinnar.

3. Stóri-Hamar 1 - umsókn um leyfi fyrir malarnámu - 2302016
Fyrir fundinum liggur erindi frá Jóhanni Jóhannesson eiganda Stóri-Hamar L 152778 um malarnám.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé hafnað þar sem að í Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-20230 er ekki gert ráð fyrir efnistökusvæði á Stór-Hamri 1.

4. Höskuldsstaðir 10 - umsókn um stofnun lóðar - 2302018
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hlyni Kristinssyni og Kolbrúnu Sigurlásdóttur eigenda Höskuldsstaða 10 L 233929 um að stofna lóð úr landi Höskulsstaða 10 sem fengi heitið Höskuldsstaðir 12.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

5. Ytri-Varðgjá - umsókn um stofnun nýrrar lóðar Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur - 2302022
Fyrir fundinum liggur erindi Ómari Ívarssyni Landslag ehf. fyrir hönd N10b eiganda Ytri-Varðgjá 3 L 152838 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði lóð úr landi Ytri-Varðgjá 3 og verði nefnd Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur. Stærð er 8,1 ha
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

6. Ytri-Varðgjá - sameining lóða - 2302027
Framhald af erindi 4.
Fyrir fundinum liggur erindi frá Ómari Ívarssyni Landslag ehf. fyrir hönd N10b eiganda Ytri-Varðgjá 3 L 152838, Syðri-Varðgjá 2 L235011 og Syðri-Varðgjáland L210168
þar sem óskað er eftir að sameina land svo úr verði ein lóð:
Ytri-Varðgjá-Vaðlaskógur, sem stofnuð er úr landi Ytri-Varðgjár 3 landeignanúmer L152838 ogsameinuð Syðri-Varðgjá 2 L235011 og Syðri-Varðgjáland L210168. Stærð er 16,6 ha.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

7. Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna - 2302021
Fyrir fundinum liggur ósk um framkvæmdarleyfi frá Ingvari Ívarssyni Landslagi fyrir hönd N10b ehf. eiganda Ytri-Varðgjá fyrir stíg við strandlengjuna í landi Ytri-Varðgjá. Um er að ræða 350 m langan stíg til suðurs frá bílastæðunum við Skógarböðin. Stígurinn verður 3m breiður malarstígur með fyllingu og verður stígurinn lítið eitt yfir núverandi landhæð.
Stígurinn mun bæta aðgengi gesta um svæðið, fjöruna og skóginn. Þá mun stígurinn skapagóða og nauðsynlega tengingu fyrir gangandi vegfarendur milli Skógarbaðanna og fyrirhugaðs hótels sem stendur til að reisa sunnan Skógarbaðanna. Þá er mögulegt að stígurinn verði í framtíðinni hluti af fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg sveitarfélagsins frá þjóðvegi og inn austanverðan Eyjafjörð.
Þá er einnig sótt um að stækka torgsvæðið við bílastæði Skógarbaðanna við upphaf stígsins. Stækkunin verður á nýrri skeifulaga fyllingu sem mun ná að hámarki um 5m út fyrir núverandi fyllingu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði heimilað að fenginni umsögn frá Umhverfisstofnun.

8. Torfufell 2 - umsókn um stofnun lögbýlis - 2302023
Fyrir fundinum liggur umsókn frá Kristni Sigurðssyni eiganda Torfufells 2 L186448 þar sem hann óskar eftir að stofna lögbýli.


Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.

9. Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 - 2211023
Áframhaldandi umræða um erindi frá Haraldi S. Árnasyni fyrir hönd eigenda Tjarnargerðis um að reisa bílageymslu á lóð sinni.


Við grenndarkynningu bárust athugasemdir. Erindi frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.


10. Kaupangur - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi bragga - 2302001
Fyrir fundinum liggur erindi frá Helgu Kristjánsdóttir og Sveini Benediktssyni eigendum Kaupangs L 152673 um að stofna lóð úr landi Kaupangs sem fengi heitið Hannesarholt.
Sigríður Kristjánsdóttir vék af fundi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

Getum við bætt efni síðunnar?