Skipulagsnefnd

111. fundur 30. september 2008 kl. 09:24 - 09:24 Eldri-fundur
111. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 29. september 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir, Guðmundur Jóhannsson,

Fundargerð ritaði:  Guðmundur Jóhannsson , Formaður skipulagsnefnd


Dagskrá:

1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
þar sem komið hefur í ljós að umrædd tillaga að breytingun á aðalskipulagi hefur ekki verið send sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga til formlegrar kynningar samkvæmt 17. gr. skipulags- og byggingalaga frá 1997 frestar skipulagsnefnd málinu þar til fyrir liggur hvort eða hvernig nágrannasveitarfélög svara erindinu.


2.    0707016 - þverá I - Umsókn um iðnaðarlóð. Jarðgerðarstöð, Tillaga að deiliskipulagi
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag ásamt greinargerð fyrir iðnaðarsvæði á þveráreyrum. Deiliskipulagið var auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Morgunblaðinu ásamt því að vera aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rann út þann 17. júlí 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verði samþykkt.


3.    0809012 - Guðrúnarstaðir - álit Eyjafjarðarsveitar á tilfærslu heimreiðar inn á land Kálfagerðis.
Tekið fyrir erindi frá ástu Eggertsdóttur þar sem hún óskar álits Eyjafjarðarsveitar á tilfærslu á heimreið og stækkunar á lóð úr landi Kálfagerðis. Fyrir liggur tölvupóstur með samþykki landeiganda Kálfagerðis Huldu Jónsdóttur.
Skipulagsnefnd frestar erindinu, umsækjanda er bent á að senda inn formlegt erindi og betri gögn.


4.    0809029 - Reiðvegamál - Munkaþverá, bakkar Eyjafjarðarár
Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra þar sem hann óskar heimildar til að hefja vinnu við tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Skipulagsnefnd fagnar framkomnu erindi og bendir á mikilvægi þess að samráð verði haft við forsvarsmenn hestamannafélaganna Funa og Léttis auk landeigenda og vegagerðarinnar við gerð tillögunnar.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:20
Getum við bætt efni síðunnar?