Skipulagsnefnd

112. fundur 04. nóvember 2008 kl. 09:31 - 09:31 Eldri-fundur
112. fundur skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, mánudaginn 27. október 2008 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Brynjar Skúlason, Einar Grétar Jóhannsson, Karel Rafnsson, Stefán árnason, óli þór ástvaldsson, Emilía Baldursdóttir,

Fundargerð ritaði:  Stefán árnason ,


Dagskrá:

1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
B.S. lagði fram eftirfarandi tillögu:
Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar leggur til að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar með sprenginámu í Hvammi verði hafnað. Fyrir liggur að upphaflegar forsendur að nýta meginþorra efnisins við lengingu Akureyrarflugvallar eru brostnar. Jafnframt liggur fyrir að náman verður mikið lýti í landslagi m.a. fyrir flugfarþega að og frá Akureyrarflugvelli. þá liggur vinnslusvæðið nærri einu fjölsóttasta útivistarsvæði landsmanna sem er Kjarnaskógur. Ekki er um afturkræfa framkvæmd að ræða né heldur endurnýjanlega auðlind. Tillagan um höfnun er samhljóða niðurstöðu umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar október 2008. Jafnframt liggja fyrir ábendingar um óheppilega nálægð við Kjarnaskóg og næstu bújörð sbr. athugasemdir frá skipulagsnefnd Akureyrar október 2008, umhverfisnefnd Akureyrar október 2008 og nágrannabýlinu Vöglum í Eyjafjarðarsveit ágúst 2008.
þá má geta þess að samstarfsnefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar hefur samþykkt samhljóða að efnistökumál á svæðinu öllu verði skoðuð heildstætt þ.m.t. möguleikar á nýjum námum.
Tillagan var samþykkt með 4 athvæðum. K.R. greiddi athvæði gegn tillögunni.


2.    0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
Tekið fyrir erindi frá Búgarði fyrir hönd landeigenda Jódísarstaða þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á drögum að deiliskipulagi fyrir sex íbúðarhús neðan Eyjafjarðarbrautar eystri, sunnan ása.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og hún er í samræmi við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Umsækjanda er heimilt að fullvinna tillöguna sem síðan skal leggja fyrir skipulagsnefnd til afgreiðslu. Umsækjandi skal sjálfur óska eftir leyfi Umhverfisráuneytis vegna undanþágu frá 7. mgr.skipulagsreglugerðar nr. 400/1998.


3.    0810009 - Leifsstaðir - Kárastaðir. ósk um að lóðir nr. 1-2 og 5 verði sameinaðar í eina lóð.
Tekið fyrir erindi frá þuríði Björnsdóttur þar sem hún óskar eftir að lóðir nr. 1, 2 og 5 í landi Leifstaða verði sameinaðar í eina undir nafninu Kárastaðir.
Skipulagsnefnd óskar frekari rökstuðnings fyrir breytingunni, skipulagsnefnd bendir á að umrædd breyting kallar á deiliskipulagsbreytingu. Nefndin telur að umsækjandi og eigandi umræddra lóða geti nýtt þær sem eina og sé því sameining þeirra í skipulag óþörf. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og ræða við umsækjanda.


4.    0810007 - Syðri-Varðgjá Smáralækur, Kaupsamningur og stækkun lóðar
Tekið fyrir erindi frá Hinriki Karli Hinrikssyni þar sem hann óskar umsagnar Eyjafjarðarsveitar á stækkun á lóð Smáralækjar sem er í landi Syðri Varðgjár. Fyrir liggur kaupsamningur og uppdráttur er sýnir stækkun lóðarinnar til austurs um 1880 m2 og verður lóðin eftir stækkun 8860 m2.
Skipulagnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar.


5.    0810011 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Smábátahöfn á Leirunni
Skipulagsnefnd bendir á að framkvæmdin skerðir ótrufluð leiru- og fjörusvæði fyrir fugla. það er mjög óæskilegt ekki síst þar sem lenging flugbrautarinnar tók umfangsmikið fæðusvæði af fuglum í Kjarna- og Hvammsflæðum. Ennfremur er áætlað framkvæmdasvæði í mikilli nálægð við flugbraut og aðflugslínu.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:55
Getum við bætt efni síðunnar?