Skólanefnd

135. fundur 11. desember 2006 kl. 21:59 - 21:59 Eldri-fundur

135. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar, settur í Hrafnagilsskóla, kl 20:15 fimmtudaginn 26. ágúst 2004.

Viðstaddir: Jóhann ó. Halldórsson, Elsa Sigmundsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Hafdís Pétursdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Tryggvi Heimisson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Karl Frímannsson.



Dagskrá:

1. Staða starfsmannamála, launaliða og fleira við upphaf Hrafnagilsskóla
2. Beiðni Hrafnagilsskóla um heimild til að taka tölvur á rekstrarleigu til næstu þriggja ára
3. Skólaakstur, staða mála og undirbúningur útboðs vorið 2005
4. Staða starfsmannamála og fleira við upphaf skólaárs leikskólans Krummakots


1. Fyrir lá bréf frá skólastjóra, þar sem vísað var til þess sem fram kom á fundi 9. júní sl. að fjárþörf hefur aukist frá því sem áætlað var - auk  þess er fyrirsjáanleg kostnaðaraukning vegna veikindafjarveru kennara nú á haustdögum. Sá kostnaður er hins vegar bundinn liður.
Að öðru leyti mun það standast sem frá var sagt á áðurnefndum fundi en reyndar hefur valgreinatímum  fjölgað um fjóra á viku og nemur sú kostnaðaraukning kr. 149.330 -.  Fullmannað er í allar stöður.


2. Fram var lagt bréf frá Hrafnagilsskóla, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera rekstrarleigusamning um tölvukaup skv. tilboði frá EJS. Heildarupphæð samningsins er kr. 1.659.820,- og mánaðarlegar afborganir kr. 45.811,-  á yfirstandandi rekstrarári verður þessi kostnaður kr. 183.244,- en óráðstafað af lið 04-21-4670 er ennþá 708.414 kr. árlegar afborganir verða skv. samningi 549.736,- sem yrði þá bundinn liður meðan samningurinn er í gildi. Samningstími er 36 mánuðir.
Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að brugðist verði jákvætt við erindinu.


3. Við upphaf skólaárs eru nemendur 205, þar af 157 í skólaakstri. Sex bílar aka skv. áætlun og er sætanýting 98% í fimm bílum af sex. (SBA-Norðurleið hefur sveigjanleika til að senda bíla sem henta hverju sinni). á stundum kann að vanta tvö sæti í einn bíl, sem ekur frá Akureyri, en möguleiki er að skjóta þá inn aukasætum sem samþykkt hafa verið af yfirvöldum.
Enn má búast við að hinar löngu heimreiðir að Merkigili og Hranastöðum kunni að valda vandræðum, þar sem ekki þykir fært að fara með stóra skólabíla, fulla af börnum, um þessar heimreiðar. Karl hyggst boða til fundar með foreldrum af þessum bæjum og leita leiða til að leysa málið.
Karl óskaði eftir því að fyrir útboð á skólaakstri 2005 yrði farið vandlega yfir ýmsar forsendur, t.d. hvort það eigi að vera hlutverk skólans eða skólanefndar að semja við bílstjóra, hve víðtækur aksturinn eigi að vera (heimreiðar - hve oft á dag), hvort e.t.v. ætti að semja við einn aðila um allan aksturinn o.fl.


4. Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir starfsmannamálum en tveir starfsmenn sögðu upp starfi sínu að lokinni sumarlokun. Borist hafa þrjár umsóknir um þessi tvö störf en auk þess vilja a.m.k. þrír starfsmenn skólans bæta við sig starfi. Deildum hefur verið fjölgað um eina og kvað Anna það gefast mjög vel. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar innan húss og auk þess hafa leiktæki verið endurnýjuð að hluta. á biðlista eru fyrirsjáanlega fáein börn (í okt.) en hugsanlega möguleiki að hliðra einhverju til.



Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl 21:40

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?