Skólanefnd

257. fundur 05. október 2021 kl. 12:00 - 13:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Baldur Helgi Benjamínsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Erna Káradóttir leikskólastjóri
  • Inga Vala Gísladóttir áheyrnafulltrúi
  • Dagmar Þóra Sævarsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Helgi Benjamínsson ritari

Dagskrá:

1. Leikskólinn Krummakot - Viðmiðun um inntöku yngstu leikskólabarnanna - 2106005
Farið yfir viðmið um inntöku yngstu leikskólabarnanna í Leikskólann Krummakot.
Samþykkt

2. Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2021 - 2109029
Sjá lið 3. í fundargerð.
Samþykkt

3. Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2021-2022 - 2109025
Erna Káradóttir leikskólastjóri Krummakots fór yfir starfsáætlun skólans á yfirstandandi starfsári. Í september 2021 voru 60 nemendur í leikskólanum. Skólanefnd finnst ánægjulegt að sjá aukningu á hlutfalli uppeldismenntaðra starfsmanna við skólann. Skipulag um styttingu vinnutíma hefur gengið vel. Nefndin lýsir ánægju með metnaðarfulla starfsáætlun.
Samþykkt

4. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Formaður og sveitarstjóri fóru yfir minnisblað um stöðu húsnæðismála grunn- og leikskóla dags. 28. september 2021.
Samþykkt

5. Hrafnagilsskóli - Staða haustið 2021 - 2109028
Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri fór yfir stöðu mála í Hrafnagilsskóla á haustdögum 2021. Í dag eru 169 nemendur í skólanum. Starfsmannafjöldi er nær óbreyttur milli ára.
Samþykkt

6. Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi - 2104016
Skólastjóri fór yfir mat á skólastarfi og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla. Nefndin lýsir ánægju með metnaðarfulla áætlun.
Samþykkt

7. Hrafnagilsskóli - Áætlun um öryggi og heilbrigði - 2109030
Skólastjóri kynnti áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna í Hrafnagilsskóla.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?