Skólanefnd

188. fundur 22. október 2010 kl. 09:54 - 09:54 Eldri-fundur

188 . fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, þriðjudaginn 19. október 2010 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Friðleifsson, Valgerður Jónsdóttir, Hólmgeir Karlsson, Karl Frímannsson, Jónas Vigfússon, Hans Rúnar Snorrason, Inga Bára Ragnarsdóttir, Indiana ósk Magnúsdóttir, Sigmundur Guðmundsson og þór Hauksson Reykdal.
Fundargerð ritaði:  Valgerður Jónsdóttir, ritari.

í upphafi fundar fór formaður yfir ýmis erindi og kynningar sem borist hafa. Samþykkt að formaður sendi slík erindi á nefndarmenn og áheyrnarfulltrúa í framtíðinni.

Sveitarstjórn hefur samþykkt að endurskoða erindisbréf skólanefndar. Sveitarstjórn hefur einnig samþykkt að ráðast í breytingar á skólahúsnæði vegna heimilisfræðslu skv. tillögu skólanefndar í síðustu fundargerð.


Dagskrá:


1.  1010004 - Skólastefna sveitarfélagsins
Karl fór yfir stöðuna varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnunni.  Drög voru unnin áður en ný grunnskólalög tóku gildi og vinnan hefur legið niðri um nokkurt skeið.  Karl leggur til að formlega verði settur af stað vinnuhópur til að ljúka vinnu við skólastefnuna.
Skólanefnd leggur til að unnin verði heildstæð menntastefna fyrir sveitarfélagið.  Skólanefnd skipi starfshóp til að vinna drög að  stefnunni. Drögin yrðu síðan opin til athugasemda fyrir íbúa sveitarfélagsins.


2.  1010006 - Ráðstefna um menntamál 1. okt. 2010
Karl sagði frá ráðstefnu um menntamál sem haldin var 1. október sl.  Allir starfsmenn skólans höfðu tækifæri til að sækja ráðstefnuna.


3.  1010007 - Opinn borgarafundur um eineltismál 6. okt. 2010
Formaður sagði frá fundi sem hún sótti varðandi eineltismál.   Karl sagði frá  áætlun og vinnureglum sem Hrafnagilsskóli hefur varðandi eineltismál.  


4.  1010005 - Reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum
Karl kynnti drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum.  


5.  1010008 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2010-2011
Karl greindi frá starfsmannamálum í grunnskólanum.  Heimild hefur fengist til að ráða starfsmann í 3 mánuði.


6.  1010009 - Gjaldskrá Hrafnagilsskóla 2010-2011
Samþykkt að vinna tillögu að gjaldskrá fyrir næsta fund.


7.  1010010 - Samstarf skóla og tómstunda
Rætt um samþættingu skólastarfs og íþrótta og tómstunda. Samþykkt að óska eftir samsarfi við félagasamtök, foreldrafélög og skólayfirvöld um að leita leiða til að útfæra íþrótta og tómstundastarf í samræmi við skólastarf og skólaakstur.


áheyrnarfulltrúar véku af fundi, tekið fyrir trúnaðarmál. Bókun færð í trúnaðarbók.


Næsti fundur ákveðinn 16. nóvember.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   23:30

Getum við bætt efni síðunnar?