Umhverfisnefnd

127. fundur 21. maí 2014 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

127. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 20. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Valur ásmundsson aðalmaður, Brynjar Skúlason aðalmaður, Björk Sigurðardóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Björk Sigurðardóttir.

Dagskrá:

1. 0711031 - Kerfill - átaksverkefni um eyðingu kerfils
Miklar vangaveltur voru innan nefndarinnar um kerfilsátakið. Rætt var um hvernig til hefði tekist og menn voru sammála um að tilætlaður árangur hefur ekki náðst. Miklum fjármunum hefur verið varið í verkefnið og æ fleiri rannsóknir sýna fram á skaðleg umhvernfisáhrif af notkun eitursins Round-up. Nefndin telur að á þessu stigi málsins sé mikilvægast af öllu að halda skógarkerflinum frá þeim svæðum sveitarfélagsins sem nú eru hrein og koma í veg fyrir landnám kerfilsins inn á ný svæði. Ennfremur vill nefndin að höfuðáhersla verði á að eyða honum af þeim svæðum þangað sem hann hefur nýlega borist og viðráðanlegt er að ráða niðurlögum hans. í ljósi þess hefur nefndin ákveðið að sveitarfélagið taki ábyrgð á opnum svæðum og vegköntum og sjái um útrýmingu á þeim svæðum. Landeigendur eru áfram hvattir til að berjast gegn kerfli í sínu landi með öllum tiltækum aðferðum og vera meðvitaðir um þau neikvæðu umhverfiáhrif sem eitrið veldur. þeir landeigendur sem kjósa að eitra í sínu landi geta nálgast eitur á kostnaðarverði á skrifstofu sveitarfélagsins. þá vill nefndin leggja til að gerð verði langtímaáætlun þar sem svæðum verði forgangsraðað út frá núverandi útbreiðslu með tilliti til þeirrar kortlagningar sem fyrir liggur.
         
2. 1405004 - Fjölnota innkaupapokar
Umhverfisnefnd hefur í huga að senda á hvert heimili í sveitinni einnota innkaupapoka með merki sveitarfélagsins. Einn innkaupapoki fer á hvert heimili og síðan stendur sveitungum til boða að kaupa poka á kostnaðarverði. ákveðið var að fela sveitastjóra að fá tilboð á innkaupapokum frá fyrirtækinu Margt smátt.
         
3. 1309011 - Friðlýsing hluta Glerárdals sem fólkvangs
Lagt fram til kynningar.
       
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00




Getum við bætt efni síðunnar?