Umhverfisnefnd

98. fundur 29. september 2010 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur

98 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn Syðra Laugaland, þriðjudaginn 28. september 2010 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

á fundinn mættu árni Jón Elíasson frá Landsneti og Sigurjón Páll ísaksson frá Eflu verkfræðistofu.

Dagskrá:

1.  0902014 - Endurnýjun byggðalínu - Blöndulína 3
árni kynnti fyrirhugaða styrkingu byggðalínu frá Blönduvirkjun að Kárahnjúkavirkjun með nýrri 220 kV háspennulínu.
Fyrirspurnir komu fram um samanburð á jarðstreng og loftlínu þvert yfir Eyjafjörð.
Landsnet telur jarðstrengslausn ekki tæknilega eða kostnaðarlega fýsilega og hún sé einungis skoðuð við einstæðar umhverfisaðstæður og þétta íbúðabyggð.
Að lokum var farið í vettvangsskoðun.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   19:00

Getum við bætt efni síðunnar?