Umhverfisnefnd

102. fundur 09. nóvember 2010 kl. 14:31 - 14:31 Eldri-fundur

102 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 8. nóvember 2010 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Georg Hollanders og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1007009 - Heildar stefnumörkun um sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu
Rætt var um niðurstöður skoðanakönnunar um sorpmál.
Nefndin leggur til að tekið verði upp þriggja íláta flokkunarkerfi á hverju heimili.
Flokkunartunna fyrir endurvinnanlegan úrgang, tæmd á 4 vikna fresti. Lífrænt ílát eða heimajarðgerðartunna, fyrir þá sem það kjósa, tæmd á tveggja til fjögurra vikna fresti, eftir árstíð. þriðja tunnan verði fyrir óflokkað sorp, tæmd á fjögurra vikna fresti. Fyrir annan úrgang, eins og timbur, járn, garðaúrgang o.þ.h. verði grenndargámar á svipuðum stöðum og verið hefur.
Nefndin leggur einnig til að sveitarstjóri geri tillögu að útboðsgögnum í samræmi við ofangreind atriði.   

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00

Getum við bætt efni síðunnar?